Viðskipti innlent

Iceland Express þriðja besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku

Iceland Express lenti í þriðja sæti í kjörinu um besta lággjaldaflugfélagið í Danmörku þegar úrslit Danish Travel Awards voru kynnt í gær. Sigurvegarinn var Danish Air Transport og Norwegian fékk silfrið. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Þar er haft eftir aðstandendum verðlaunanna að hátt í fjórtán hundruð neytendur greiddu atkvæði og fjöldi fólks sem vinnur í dönsku ferðaþjónustunni. Meðal lággjaldaflugfélaga sem fljúga til Danmerkur en komust ekki á lista þeirra bestu eru easyJet, Ryanair, Vueling, Wizz Air og Airberlin sem var efst á blaði í fyrra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×