Íbúar Breiðholts vilja ekki Heklu í Mjóddina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 23:39 Íbúar í Breiholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. VÍSIR/STEFÁN Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Í ályktuninni segir að lóðin sé á uppbyggingarsvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem íbúar telja að hafi setið eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélag í öðrum hverfum Reykjavíkur. Vilja íbúarnir að á landsvæðinu sem Hekla vill undir sína starfsemi muni einungis rísa mannvirki sem tengist íþróttum útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og útivist. Þá vilja íbúar að „horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist“ og að önnur uppbygging muni þrengja að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd sem muni skerða möguleika komandi kynslóða til útivistar og íþróttaiðkunar. Er þess einnig krafist að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR sem gerður var árið 2008 auk þess sem að íbúarnir vilja að bygging miðstöðvarinnar verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. Hekla óskaði í febrúar eftir að fá lóð í Mjóddinni undir 7.900 fermetra byggingu með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Viljayfirlýsing vegna lóðaúthlutunarinnar liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarráðs fyrr í mánuðinum. Tengdar fréttir Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Í ályktuninni segir að lóðin sé á uppbyggingarsvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem íbúar telja að hafi setið eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélag í öðrum hverfum Reykjavíkur. Vilja íbúarnir að á landsvæðinu sem Hekla vill undir sína starfsemi muni einungis rísa mannvirki sem tengist íþróttum útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og útivist. Þá vilja íbúar að „horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist“ og að önnur uppbygging muni þrengja að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd sem muni skerða möguleika komandi kynslóða til útivistar og íþróttaiðkunar. Er þess einnig krafist að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR sem gerður var árið 2008 auk þess sem að íbúarnir vilja að bygging miðstöðvarinnar verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. Hekla óskaði í febrúar eftir að fá lóð í Mjóddinni undir 7.900 fermetra byggingu með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Viljayfirlýsing vegna lóðaúthlutunarinnar liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarráðs fyrr í mánuðinum.
Tengdar fréttir Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00