Íbúar Breiðholts vilja ekki Heklu í Mjóddina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 23:39 Íbúar í Breiholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. VÍSIR/STEFÁN Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Í ályktuninni segir að lóðin sé á uppbyggingarsvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem íbúar telja að hafi setið eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélag í öðrum hverfum Reykjavíkur. Vilja íbúarnir að á landsvæðinu sem Hekla vill undir sína starfsemi muni einungis rísa mannvirki sem tengist íþróttum útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og útivist. Þá vilja íbúar að „horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist“ og að önnur uppbygging muni þrengja að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd sem muni skerða möguleika komandi kynslóða til útivistar og íþróttaiðkunar. Er þess einnig krafist að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR sem gerður var árið 2008 auk þess sem að íbúarnir vilja að bygging miðstöðvarinnar verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. Hekla óskaði í febrúar eftir að fá lóð í Mjóddinni undir 7.900 fermetra byggingu með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Viljayfirlýsing vegna lóðaúthlutunarinnar liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarráðs fyrr í mánuðinum. Tengdar fréttir Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Íbúar í Breiðholti leggjast gegn því að bílaumboðinu Heklu verði veitt lóð undir starfsemi sína í Suður-Mjóddinni. Ályktun þess efnis var samþykkt á fjölmennum íbúafundi sem haldin var í kvöld í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Í ályktuninni segir að lóðin sé á uppbyggingarsvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem íbúar telja að hafi setið eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélag í öðrum hverfum Reykjavíkur. Vilja íbúarnir að á landsvæðinu sem Hekla vill undir sína starfsemi muni einungis rísa mannvirki sem tengist íþróttum útivist og grænum svæðum en ekki atvinnustarfsemi á borð við bílaumboð, iðnaðarhverfi eða önnur mannvirki sem ekki eru tengd íþróttum og útivist. Þá vilja íbúar að „horft verði til framtíðar og landsvæðið tryggt komandi kynslóðum sem munu stunda íþróttir og útivist“ og að önnur uppbygging muni þrengja að íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd sem muni skerða möguleika komandi kynslóða til útivistar og íþróttaiðkunar. Er þess einnig krafist að borgarstjórn efni tafarlaust samning um íþróttamiðstöð ÍR sem gerður var árið 2008 auk þess sem að íbúarnir vilja að bygging miðstöðvarinnar verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs. Hekla óskaði í febrúar eftir að fá lóð í Mjóddinni undir 7.900 fermetra byggingu með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Viljayfirlýsing vegna lóðaúthlutunarinnar liggur fyrir en afgreiðslu málsins var frestað á fundi borgarráðs fyrr í mánuðinum.
Tengdar fréttir Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Hekla hefur sent Reykjavíkurborg erindi og vill flytja starfsemi sína í Mjódd. Þar yrði reist allt að 12 þúsund fermetra húsnæði. Hafa verið á Laugavegi frá árinu 1958. 6. febrúar 2016 07:00