Innlent

Íbúar beðnir um að moka frá ruslatunnum

Samúel Karl Ólason skrifar
"Mikið álag er á sorphirðufólkinu okkar þegar færð er erfið og mikill snjór tefur för.“
"Mikið álag er á sorphirðufólkinu okkar þegar færð er erfið og mikill snjór tefur för.“ Vísir/Pjetur

Sorphirða Reykjavíkurborgar biðlar til íbúa að moka frá sorpílátum og greiða aðgengi að þeim. Þar sem mikið hefur snjóað í borginni um helgina gæti starfsmönnum Sorphirðunnar reynst erfitt að halda áætlun án samstarfs íbúa.

„Borgarbúar eru vinsamlegast beðnir að kanna aðstæður við sorpgeymslur. Á sumum stöðum þarf að moka frá sorpgeymslum og hálkuverja, á öðrum stöðum þarf að losa tunnur sem eru ef til vill bundnar niður. Mikið álag er á sorphirðufólkinu okkar þegar færð er erfið og mikill snjór tefur för.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá reykjavíkurborg.

Sorphirðan þakkar öllum þeim sem sjá sér fært um að sinna þessu verkefni. Þá segir í tilkynningunni að það muni miklu að íbúar hafi aðkomuna sem besta fyrir sorphirðufólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×