Íslenski boltinn

ÍA fékk spænska aðstoð frá Ólafsvík og færist nær efstu deild

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skagamenn eru á leið aftur upp.
Skagamenn eru á leið aftur upp. vísir/daníel
ÍA vann Tindastól, 5-2, í 1. deild karla í fótbolta í kvöld, en GarðarGunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir Skagamenn líkt og AndriAdolphsson. Með þessum úrslitum féll Tindastóll þó fimm umferðir séu eftir, en liðið er án sigurs í fyrstu 17 leikjum sumarsins.

Á sama tíma unnu Ólsarar 1-0 sigur á HK með marki AlejandroLopez í uppbótartíma. Þar lét Viktor Unnar Illugason, leikmaður HK, reka sig út af á lokamínútunum. Ólsarar að gera vinum sínum á Vesturlandinu mikinn greiða.

HK er í harðri baráttu við Skagamenn um annað sætið, en ÍA er nú með fimm stiga forskot á Kópavogsliðið þegar fimm leikir eru eftir. ÍA með 33 stig en HK 28 stig.

Leiknir er langefst í deildinni með 40 stig, en toppliðið gerði 2-2 jafntefli við Selfoss á útivelli í kvöld.

Staðan var 1-1 þegar EinarOttóAntonsson fékk rautt spjald í liði Selfoss á 40. mínútu, en manni færri og marki undir eftir að Hilmar Árni Halldórsson kom Leikni aftur yfir jöfnuðu heimamenn metin og tryggðu sér dýrmætt stig. Haukur Ingi Gunnarsson skoraði jöfnunarmarkið á 63. mínútu.

KV er í fallsæti eftir tap gegn Haukum á útivelli, 3-2, á Ásvöllum. Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvívegis fyrir Hauka og BrynjarBenediktsson eitt mark. IngólfurSigurðsson og Davíð Steinn Sigurðarson skoruðu mörk KV. Þrír leikmenn fengu rautt spjald í leiknum, en alls fóru sex rauð spjöld á loft í kvöld.

Tindastóll er á botni deildarinnar með þrjú stig, en KV er sæti ofar með ellefu stig, fjórum stigum frá BÍ/Bolungarvík sem náði í gott stig gegn KA á AKureyri.

Úrslit kvöldsins:

KA - BÍ/Bolungarvík 1-1

ÍA - Tindastóll 5-2

Selfoss - Leiknir 2-2

Haukar - KV 3-2

Þróttur - Grindavík 2-1

Víkingur Ó. - HK 1-0

Úrslit og markaskorarar fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×