Í hvaða jólaboðum eiga börnin að vera? Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2013 00:00 Mikilvægt er að ræða fyrirfram við börn í stjúpfjölskyldum hvernig jólahaldið verður. Nordicphotos/getty „Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“ Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
„Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira