Í hvaða jólaboðum eiga börnin að vera? Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2013 00:00 Mikilvægt er að ræða fyrirfram við börn í stjúpfjölskyldum hvernig jólahaldið verður. Nordicphotos/getty „Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Jólaboðin og jólagjafirnar geta ekki bara valdið börnum og foreldrum í stjúpfjölskyldum hugarangri, ef fólk hefur ekki rætt um hvernig hafa á hlutina, heldur einnig ömmum og öfum,“ segir Björk Erlendsdóttir félagsráðgjafi. „Stjúpömmur hafa til dæmis haft samband við mig vegna fyrirkomulags jólaboða. Þær eru leiðar yfir því að barnabarnið skuli eftir skilnað foreldranna vera í jólaboði annars staðar en í staðinn er kannski stjúpömmubarn nýs maka með í jólaboðinu. Þetta getur tekið á ef ekki hefur verið rætt um þetta fyrirfram.“ Björk, sem veitir ráðgjöf hjá Félagi stjúpfjölskyldna, segir einnig jólagjafir vera ásteytingarstein. „Ömmur og afar og jafnvel stjúpforeldrar velta oft fyrir sér hvort stjúpbörnin eigi að fá jafnverðmætar gjafir og hin börnin þar sem þau fá nefnilega oft fleiri gjafir. Það sem skiptir máli er að börn sem eru saman þegar jólagjafirnar eru teknar upp fái jafnverðmætar gjafir frá sama aðila. Systkini bera sig saman og auðvitað gera stjúpsystkini það líka og þetta er viðkvæmara þegar þau eiga í hlut. Aðalatriðið er að gæta hófs á öllum sviðum.“björk ErlendsdóttirAð sögn Bjarkar eru ekki allir sammála þessum ráðum hennar. „Sumir lýsa yfir þeirri skoðun sinni að þeirra eigið barnabarn eigi að fá verðmætari gjöf. En þá bendi ég á að það er hægt að dreifa gjöfum yfir árið. Ef barnabarnið eða stjúpbarnabarnið vantar til dæmis yfirhöfn, kuldaskó eða aðra dýra hluti er hægt að taka þátt í kaupum á slíku á öðrum tímum ársins.“ Börnin hafa oft áhyggjur af því hvar þau eigi að vera á jólunum séu samskiptin milli foreldranna stirð, að því er Björk greinir frá. „Það er afar mikilvægt að vanda sig, bera virðingu hvert fyrir öðru og ná samkomulagi, alveg eins og í öðrum fjölskyldum. Síðan þarf að ræða við börnin og segja þeim hvernig fyrirkomulagið verður. Það er jafnframt mikilvægt að segja börnunum að mamman og pabbinn séu búin að ræða saman um þetta þannig að þau séu ekki í því hlutverki að bera skilaboð á milli. Svo er gott að hafa í huga að það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt með börnunum sem þau eru vön að gera dagana fyrir jólin. Það má ekki gleyma því að þau eru vanaföst alveg eins og fullorðna fólkið. Þetta á allt að snúast um það sem er börnunum fyrir bestu. Fólk leysir þetta eftir þeim bjargráðum sem hver fjölskylda hefur.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira