Enski boltinn

Í fjögurra mánaða bann fyrir að segja konum að halda sig í eldhúsinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lucy May dæmdi úrslitaleik unglingabikars kvenna í fyrra.
Lucy May dæmdi úrslitaleik unglingabikars kvenna í fyrra. vísir/getty
John Cummings, varaforseti knattspyrnusambandsins í Northumberlandsýslu í norður-Englandi, fær ekki að koma nálægt knattspyrnu næstu fjóra mánuðina.

Cummings, sem er 77 ára gamall, lét ófögur orð falla í samtali við 24 ára gamla stúlku að nafni Lucy May á dómaranámskeiði í mars.

„Konur eiga heima í eldhúsinu, en ekki á fótboltavelli. Kona mun aldrei dæma í minni deild á meðan ég er á lífi,“ sagði Cummings við May.

Í viðtali við BBC heldur Cummings því fram að hann hafi verið að vitna til 20 ára gamla ummæla sinna og þau hafi komið í kjölfarið á hrósi til hinnar ungu Lucy May eftir vel dæmdan leik hjá henni.

Cummings áfrýjaði upphaflegum dómi sjálfstæðrar nefndar innan enska knattspyrnusambandsins en áfrýjuninni var hent út af borðinu í gær.

Upphaflega átti Cummings að fara í fjögurra mánaða og greiða 250 pund, en áfrýjunarnefndin hækkaði sektina upp í 1.500 pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×