Enski boltinn

Palace setti nýtt félagsmet | Sjáðu mörkin

Vísir/Getty
Crystal Palace vann sinn þriðja útileik í röð og setti félagsmet þegar liðið gerði góða ferð á Boylen Ground í Lundúnum og vann West Ham, 1-3.

Fyrsta markið var afar skrautlegt. Það kom eftir 41. mínútu, en þá skallaði Glenn Murray boltann að markinu og Aaron Cresswell sparkaði boltanum í eigið net. Markið má sjá hér neðar í fréttinni.

Scott Dann tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar og staðan var orðin 3-0 eftir 63. mínútu þegar Murray skoraði sitt annað mark. Hann fékk svo að líta sitt annað gula spjald á 69. mínútu og þar af leiðandi rautt.

Enner Valencia minnkaði muninn fyrir West Ham eftir 76. mínútur, en þannig enduðu leikar. Lokatölur 1-3 sigur Crystal Palace.

Palace er komið í tólfta sæti deildarinnar með 30 stig, en þeir hafa ekki tapað í síðustu fimm útileikjum. West Ham er að fatast flugið eftir góða byrjun, en þeir eru komnir í áttunda sæti.

0-1: 0-2: 0-3: 1-3:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×