Enski boltinn

Chelsea með enn einn sigurinn | Sjáðu sigurmarkið hjá Hazard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hazard fagnar 10. marki sínu á leiktíðinni.
Hazard fagnar 10. marki sínu á leiktíðinni. vísir/getty
Chelsea er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 0-1 sigur á West Ham á Upton Park í kvöld.

Eden Hazard skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu með skalla eftir sendingu Brasilíumannsins Ramires. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Þetta var 20. deildarsigur Chelsea í vetur en liðið er komið í ansi vænlega stöðu til að vinna sinn fimmta Englandsmeistaratitil. Lærisveinar José Mourinho eru með fimm stiga forystu á Manchester City, auk þess sem Chelsea á leik til góða.

Þetta var annar tapleikur West Ham í röð en Hamrarnir hafa ekki unnið sigur í deildinni síðan 18. janúar. West Ham er í 10. sæti deildarinnar með 39 stig.

Eden Hazard kemur Chelsea í 1-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×