Son og Chadli skutu Tottenham áfram í bikarnum | Sjáđu mörkin

 
Enski boltinn
21:45 20. JANÚAR 2016

Tottenham vann Leicester, 2-0, í endurteknum leik í þriðju umferð enska bikarsins í fótbolta í kvöld, en þetta var í þriðja sinn á tíu dögum sem liðin mættust.

Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son kom Tottenham yfir á 39. mínútu og á 66. mínútu innsiglaði Nacer Chadli sigur gestanna, 2-0.

Leicester vann leik liðanna í deildinni á dögunum, 1-0, en þau skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum á White Hart Lane.

Leicester, sem hefur átt ótrúlegu gengi að fagna á leiktíðinni og er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, er úr leik í bikarnum.

Leicester hvíldi nokkra af sínum helstu leikmönnum í kvöld, en líklegt er að fyrsta markmið Claudio Ranieri sé að tryggja liðinu Meistaradeildarsæti.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Son og Chadli skutu Tottenham áfram í bikarnum | Sjáđu mörkin
Fara efst