Sport

Í beinni: Kemst Hrafnhildur aftur á pall á Evrópumótinu í London?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Vísir/Getty
Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir til úrslita í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug og Vísir fylgist með Hafnfirðingnum reyna við fleiri verðlaun.

Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir kepptu í undanrásum í morgun en komust ekki áfram og því er Hrafnhildur Lúthersdóttir sé eina sem er að keppa á úrslitahlutanum.

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði fjórða besta tímanum í undanúrslitunum í 200 metra bringusundi og var aðeins einum hundraðshluta frá þriðja sætinu.

Það verður því spennandi að sjá hvernig Hrafnhildi gengur í úrslitasundinu en það hefst klukkan 17.40 að íslenskum tíma.

Hrafnhildur Lúthersdóttir varð á miðvikudaginn fyrst til að vinna til sigurverðlauna á EM í 50 metra laug en hún varð þá önnur í 100 metra bringusundi.

Það verður hægt að fylgjast með gengi Hrafnhildar í beinni textalýsingu sem má finna hér fyrir neðan. Þar er einnig að finna sjónvarpsútsendingu frá keppninni af heimasíðu evrópska sundsambandsins.


European Aquatics Championships - London 2016 by lentv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×