Enski boltinn

Delph skaut Liverpool úr leik | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benteke fagnar sigurmarkinu.
Benteke fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Aston Villa mætir Arsenal í úrslitum enska bikarsins, en Aston Villa vann Liverpool, 2-1, í undanúrslitunum í dag. Fabian Delph reyndist hetjan.

Philippe Coutinho kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik, en Aston villa var ekki lakari aðilinn. Eftir samspil skaut Coutinho í Okore og af honum fór boltinn í netið.

Christian Benteke jafnaði svo metin níu mínútum fyrir hálfleik. Eftir gott samspil skoraði Benteke með hörkuskoti sem Mignolet réð engum vörnum við. Staðan 1-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var níu mínútna gamall þegar sigurmarkið kom. Fabian Delph skoraði þá eftir laglegan samleik og stuðningsmenn Villa ærðust af fögnuði.

Gulklæddir Liverpool-menn reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna metin. Steven Gerrard átti meðal annars skalla sem Villa bjargaði á línu. Lokatölur 2-1, Villa í vil.

Draumar Steven Gerrard og Liverpool-manna um að Steven Gerrard endi ferilinn á úrslitaleik á sjálfan afmælisdaginn í enska bikarnum eru því úr sögunni.  Villa mætir Arsenal í úrslitaleiknum 30. maí.

1-0: 1-1: 1-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×