Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Þorgeir Helgason skrifar 3. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fól Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór „Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
„Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira