Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 23:16 Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. Vísir/Vilhelm Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira