Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 23:16 Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. Vísir/Vilhelm Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira