Innlent

Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Staða Más Guðmundssonar hefur nú verið auglýst.
Staða Más Guðmundssonar hefur nú verið auglýst. Visir/Anton
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Frá stofnun bankans hafa eingöngu karlar gegnt stöðu bankastjóra. Í auglýsingu frá Seðlabankanum eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið.

„Kvenréttindafélagið hvetur konur eindregið til að sækja um starf Seðlabankastjóra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×