Hvert viljum við stefna? Þorvaldur Már Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2014 16:42 Ég er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir einstaklingar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir einstaklingar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar