Hvert viljum við stefna? Þorvaldur Már Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2014 16:42 Ég er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir einstaklingar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ég er sérfræðingur í mínu fagi, enginn getur gengið inn í mín störf nema örfáir einstaklingar í þessu landi og þeir eru líklega flestir í sömu stöðu og ég þessa dagana. Að baki liggur áralöng menntun og stöðug símenntun samhliða starfinu. Í þau 13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi hef ég aldrei upplifað að menntun mín né vinnuframlag sé metið að verðleikum í launaumslaginu. Hins vegar hef ég unnið á mjög góðum vinnustöðum með frábærum stjórnendum sem hafa stutt mig og hjálpað mér að þroskast og þróast í mínu starfi. Á þessum vinnstöðum starfa ég með yndislegu fólki sem leggur alúð og metnað í sín störf, þetta eru tónlistarskólar. Það er minni stétt í blóð borið að ganga til starfa af ástríðu fyrir viðfangsefninu og leggja sig alla fram án þess oft á tíðum að telja tímana sem í það fara og vinna ýmis störf á öllum tímum sólahringsins án þess að fá það sérstaklega greitt. Þessi fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er gefandi og skemmtilegt. Ég er fjölskyldumaður, það er ekki nóg að elska vinnuna sína og ekki hægt fórna öllu fyrir hana, fjölskyldan er alltaf númer eitt í mínum huga. Ef ég á að sinna mínu starfi í framtíðinni verð ég að hafa mannsæmandi laun sem eru mér samboðin miðað við mína menntun, starfsreynslu og framlag til samfélagsins. Ég er tónlistarkennari og það er komin tími til að kennarar almennt séu metnir að verðleikum í þessu samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í okkar höndum, við þurfum að fjárfesta vel í framtíð barnanna okkar. Að mínu mati er það besta fjárfestingin að við höfum vel menntaða og góða kennara sem fá tækifæri til að sinna sínu starfi við góðar aðstæður og laun sem hvetja þá til dáða. Ég held að tónlistarmenntun og listmenntun yfirleitt sé hér sérstaklega vanmetin. Það er gaman að sjá afrakstur tónlistarskólanna í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi sem er ein grunnstoðin í menningu okkar en minna sýnileg eru áhrif tónlistarmenntunar í víðum skilningi á þroska einstaklingsins. Tónlistarnámið gefur einstaklingnum hæfileika eins og aukið sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð, reynslu í samvinnu, skapandi hugsun og margt fleira sem nýtist vel í öllu námi og starfi. Tónlistin er tungumál sem allir skilja sem og partur af okkar grunneðli og þörfum og ætti því að vera fastur liður í mótun og þroska allra. Ég er mjög leiður yfir því skilningsleysi sem mér finnst birtast í afstöðu sveitarfélaganna til kröfu tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrar kennarastéttir. Af hverju vilja sveitarfélögin draga okkur niður í launum samanborið við aðra kennara? Hvar er hin skapandi hugsun í stefnumótun og framförum í stjórnsýslunni hvað varðar tónlistarmenntun. Mín tilfinning er að þessi stjórnsýsla er því miður lítil eða ekki til. Þessu þarf að breyta, tónlistarfræðslan þarf að eignast sinn stað i stjórnsýslunni svo hún nái að þróast og blómstra í takt við samfélagið. Ég hvet að lokum sveitarfélögin og samninganefnd þeirra til að nálgast samningaborðið með skapandi hugsun að leiðarljósi og líta á okkur tónlistarkennara sem mikilvægan hlekk í menntun og uppeldi sem bera að hlúa að og efla.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar