Hverjir eru þessir múslimar? Ólafur Halldórsson skrifar 14. júní 2014 07:00 Ég ætla ekki að fara út í stóra heim með öllum hans stóru, flóknu vandamálum, heldur bara halda mig hér á klakanum og fara á handahlaupum yfir aðstæður þeirra um 1.500 múslima sem hér búa. Það verður seint sagt að þeir séu einsleitur hópur. Þeir koma frá tugum þjóðlanda, úr öllum byggðum heimsálfum og eiga fátt sameiginlegt annað en það að vera múslimar. Nokkrir tugir eða hundruð eru bornir og barnfæddir hér á Fróni, hinir hafa flestir eða allir flækst hingað í leit að góðu lífi, í leit að hamingjunni. Í flestum þeirra heyrist ákaflega lítið á opinberum vettvangi, af ýmsum ástæðum. Hvar fær maður þá séð þá og heyrt? Það væri vænlegt til árangurs að byrja á að kíkja inn á láglaunavinnustaði; fiskvinnslustöðvar, hreingerningarfyrirtæki, bakarí, sjúkrahús, pitsustað. Einhverjir hafa komist í betri álnir og reka veitingahús og bifvélaverkstæði og nokkrir hafa náð að mennta sig og fengið vinnu við hæfi. Á kvöldin finnur maður þá helst heima hjá sér, þar sem þeir eru að hjálpa börnunum við heimalærdóm, borða, hlæja og gráta saman, svona rétt eins og annað fólk. Þá trúræknustu má svo gjarnan finna í bænahúsum sínum á kvöldin og á föstudögum, við þá saklausu iðju að vegsama skapara sinn. Þar er reyndar öllum velkomið að líta við og kannski óvitlaust fyrir þá sem af einhverjum ástæðum vilja kynnast „alvöru múslimum“. Það er oftar en ekki hellt upp á kaffi eða te eftir bænagjörðirnar. Langt yfir 90% af þessu fólki hefur tandurhreina sakaskrá og engin áform um að breyta því. Eins og meðal annarra þjóðfélagshópa finnast einhverjir svartir sauðir og hafi maður áhuga á að finna þá mætti byrja að leita á öldurhúsum borgarinnar á síðkvöldum. Þetta eru nú hinir hræðilegu múslimar í hnotskurn.Jákvæð sérstaða Á Íslandi er dálítil sérstaða, nefnilega sú að þeir hafa ekki einangrast í gettóum með öllum þeim vandræðum sem því fylgir heldur búa dreift; í öllum póstnúmerum borgarinnar og í bæjum úti um allt land. Það hefur sjaldnast verið mikið mál fyrir erlenda múslima, frekar en aðra, að aðlagast íslensku þjóðfélagi, kannski einna helst af því að Íslendingar upp til hópa dæma fólk eftir verðleikum og vinnusemi frekar en uppruna eða trúarbrögðum. Ég held að þessi sérstaða verði að teljast jákvæð. Það er söguleg staðreynd að hatursfull umræða, fordómar og áróður á opinberum vettvangi eru best til þess fallin að skapa einangrun og biturð, fái þetta að gerjast nógu lengi. Ofstopi og hatur fæðir sjaldnast neitt gott af sér. Sveinbjörg oddviti kvartar yfir því einhvers staðar að vopnin hafi að einhverju leyti snúist í höndunum á henni og gætu jafnvel bitnað á börnunum hennar. Ég vona innilega að svo sé ekki. En mig langar til að benda á að eftir þessa síðustu orrahríð koma múslimsk börn og unglingar grátandi heim og kvarta yfir svívirðingum og einelti. Foreldrarnir reyna að kyssa á bágtið og útskýra að slíkt sé runnið undan rifjum fáfræði, hræðslu og ofstopa sem erfitt er að losna alfarið við og vitna jafnvel í had"þu: Spámaðurinn, friður sé með honum, sagði einhverju sinni: „Verið eins og úlfaldinn, þótt hundarnir gelti og góli við fætur hans gengur hann rólegur sína leið jórtrandi, með höfuðið hátt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að fara út í stóra heim með öllum hans stóru, flóknu vandamálum, heldur bara halda mig hér á klakanum og fara á handahlaupum yfir aðstæður þeirra um 1.500 múslima sem hér búa. Það verður seint sagt að þeir séu einsleitur hópur. Þeir koma frá tugum þjóðlanda, úr öllum byggðum heimsálfum og eiga fátt sameiginlegt annað en það að vera múslimar. Nokkrir tugir eða hundruð eru bornir og barnfæddir hér á Fróni, hinir hafa flestir eða allir flækst hingað í leit að góðu lífi, í leit að hamingjunni. Í flestum þeirra heyrist ákaflega lítið á opinberum vettvangi, af ýmsum ástæðum. Hvar fær maður þá séð þá og heyrt? Það væri vænlegt til árangurs að byrja á að kíkja inn á láglaunavinnustaði; fiskvinnslustöðvar, hreingerningarfyrirtæki, bakarí, sjúkrahús, pitsustað. Einhverjir hafa komist í betri álnir og reka veitingahús og bifvélaverkstæði og nokkrir hafa náð að mennta sig og fengið vinnu við hæfi. Á kvöldin finnur maður þá helst heima hjá sér, þar sem þeir eru að hjálpa börnunum við heimalærdóm, borða, hlæja og gráta saman, svona rétt eins og annað fólk. Þá trúræknustu má svo gjarnan finna í bænahúsum sínum á kvöldin og á föstudögum, við þá saklausu iðju að vegsama skapara sinn. Þar er reyndar öllum velkomið að líta við og kannski óvitlaust fyrir þá sem af einhverjum ástæðum vilja kynnast „alvöru múslimum“. Það er oftar en ekki hellt upp á kaffi eða te eftir bænagjörðirnar. Langt yfir 90% af þessu fólki hefur tandurhreina sakaskrá og engin áform um að breyta því. Eins og meðal annarra þjóðfélagshópa finnast einhverjir svartir sauðir og hafi maður áhuga á að finna þá mætti byrja að leita á öldurhúsum borgarinnar á síðkvöldum. Þetta eru nú hinir hræðilegu múslimar í hnotskurn.Jákvæð sérstaða Á Íslandi er dálítil sérstaða, nefnilega sú að þeir hafa ekki einangrast í gettóum með öllum þeim vandræðum sem því fylgir heldur búa dreift; í öllum póstnúmerum borgarinnar og í bæjum úti um allt land. Það hefur sjaldnast verið mikið mál fyrir erlenda múslima, frekar en aðra, að aðlagast íslensku þjóðfélagi, kannski einna helst af því að Íslendingar upp til hópa dæma fólk eftir verðleikum og vinnusemi frekar en uppruna eða trúarbrögðum. Ég held að þessi sérstaða verði að teljast jákvæð. Það er söguleg staðreynd að hatursfull umræða, fordómar og áróður á opinberum vettvangi eru best til þess fallin að skapa einangrun og biturð, fái þetta að gerjast nógu lengi. Ofstopi og hatur fæðir sjaldnast neitt gott af sér. Sveinbjörg oddviti kvartar yfir því einhvers staðar að vopnin hafi að einhverju leyti snúist í höndunum á henni og gætu jafnvel bitnað á börnunum hennar. Ég vona innilega að svo sé ekki. En mig langar til að benda á að eftir þessa síðustu orrahríð koma múslimsk börn og unglingar grátandi heim og kvarta yfir svívirðingum og einelti. Foreldrarnir reyna að kyssa á bágtið og útskýra að slíkt sé runnið undan rifjum fáfræði, hræðslu og ofstopa sem erfitt er að losna alfarið við og vitna jafnvel í had"þu: Spámaðurinn, friður sé með honum, sagði einhverju sinni: „Verið eins og úlfaldinn, þótt hundarnir gelti og góli við fætur hans gengur hann rólegur sína leið jórtrandi, með höfuðið hátt.“
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun