
Hver á göturnar?
Að eiga val
Nú er ný yfirstaðin samgönguvika, evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Yfirskriftin að þessu sinni var „Okkar vegir, okkar val“ og hafði það markmið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur. Það er forvitnilegt að máta þetta slagorð við Reykjavík. Hvert er okkar val þegar kemur að samgöngumálum?
Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur kemur fram að yfir 80% prósent af opnum rýmum (að undanskildum stærri útivistarsvæðum) fara undir samgöngur í borginni. Það eru malbikaðir vegir, mislæg gatnamót og bílastæði. Undanfarna áratugi hefur bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu vaxið hlutfallslega meira en íbúafjöldi og í dag ferðast um 75% íbúa með einkabíl til vinnu eða skóla. Bílaeign Íslendinga er með því mesta í heiminum og á pari við amerískar borgir. Þetta er þróun sem þarf að bregðast við. Reykjavík er ekki „bílaborg“ frekar en einhver önnur borg. Það er ekki óyfirstíganleg staðreynd sem tengist legu og lagi borgarinnar. Reykjavík varð að bílaborg – út af skammsýni og úrræðaleysi í skipulagsmálum. Þetta er ástand en ekki staðreynd, ástand sem við þurfum að vinda ofan af, vandamál sem við eigum að vera stolt af því að leysa.
Það kann að skjóta skökku við í fyrstu en rannsóknir hafa sýnt að því fleiri vegir sem eru lagðir, því meir eykst umferðin. Hvað gerir maður þegar mittislínan þenst út og beltið er orðið svo þröngt að mann verkjar? Ein leiðin er að losa um beltið, bæta við gati og svo halda áfram sem áður. Sem er álíka góð lausn og að pissa í skóinn sinn. Hin leiðin er að takast á við rót vandans.
Eitt meginmarkmið aðalskipulagsins er hagræðing á sameiginlegum rýmum okkar með þéttingu byggðar. Með því að draga úr umferð, stytta vegalengdir og bjóða upp á vistvænni samgöngur, má spara gífurlegar fjárhæðir. Til lengri tíma mun það skila sér í vasa borgaranna langt umfram nokkra skatta- eða gjaldskrárlækkun. Fyrrverandi borgarstjóri Bógóta í Kólumbíu er öflugur talsmaður bættra borga. Hann hefur vakið athygli á að allir borgarar hafa jafnan rétt samkvæmt stjórnarskrá. Þannig ætti strætisvagn með 80 farþegum að hafa 80 sinnum meiri rétt á plássi á götunni en einn farþegi í bíl.
Vaxtaverkir
Það þarf að vera bílfært á milli borgarhluta en það þarf líka að skapa rými fyrir aðra valkosti, í leik og starfi. Hvað með fótgangandi foreldri með vagn, hjólandi vegfarendur eða krakka á þríhjóli? Einkabíllinn er ekkert einkamál. Honum fylgja mannvirki og kostnaður sem varðar allt samfélagið. Vandamálið verður ekki leyst með mislægum gatnamótum heldur verðum við að breyta ferðavenjum okkar og opna á fleiri möguleika. Markmið aðalskipulags Reykjavíkur eru skynsöm og raunsæ og miða við sambærilegar borgir eins og Þrándheim. Stefnan er að hlutdeild gangandi og hjólandi vegfarenda verði 30% í lok skipulagstímabilsins árið 2030 og hlutdeild almenningssamgangna fari í 8%, valmöguleikunum fjölgar.
Stefnan hefur verið tekin, framundan er breytingaskeið og því fylgja vaxtaverkir. Bílastæðum við vinnustaðinn gæti fækkað og við gætum þurft að dvelja örfá auka andartök fyrir aftan strætó sem hleypir farþegum sínum út. Það er hugsanlegt að byggingakrani verður reistur í næsta garði eða við þurfum að hlusta á jarðbor í einhverjar vikur. Það eru smámunir. Miðað við landrýmið og grænu svæðin sem við þyrftum annars að fórna, miðað við mengunina sem útþenslu borgar fylgir og miðað við þá gífurlegu fjárhæðir sem þyrfti til að þjóna vaxandi umferð. Mannvænlegri borg eykur lífsgæði okkar og gerir Reykjavík að aðlaðandi stað á alþjóðavettvangi. Göturnar eru sameign okkar allra.
Skoðun

Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað?
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina
Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar

Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir
Jón Pétur Zimsen skrifar

Að vera manneskja
Svava Arnardóttir skrifar

Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar

Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans
Viðar Halldórsson skrifar

Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða
Anton Guðmundsson skrifar

Sjálfbærni í stað sóunar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum
Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar

Við erum ennþá minni fiskur nú!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Heimur skorts eða gnægða?
Þorvaldur Víðisson skrifar

Vígvellir barna eru víða
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Narsissismi í hnotskurn
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Palestína í Eurovision
Sigurður Loftur Thorlacius skrifar

Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi
Þórir Garðarsson skrifar

Hversu lítill fiskur yrðum við?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðin vill eitt, Kristrún annað
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til!
Steinunn Þórðardóttir skrifar

Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld
Hannes Örn Blandon skrifar

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd
Björn B. Björnsson skrifar

Söngur Ísraels og RÚV
Ingólfur Gíslason. skrifar

Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur
Kristinn R Guðlaugsson skrifar

Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza!
Viðar Eggertsson skrifar

Kærleikurinn pikkaði í mig
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar