Hvaða lærdóm má draga af PISA? Jóhanna Einarsdóttir skrifar 11. desember 2013 00:00 Nýlega voru kynntar niðurstöður PISA, alþjóðlegrar könnunar á lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi 15 ára barna. Í könnuninni er leitast við að meta, ekki einungis þekkingu nemenda úr skólanum heldur einnig hvort þeir geta nýtt hana við nýjar aðstæður. Niðurstöður sýna að íslenskum nemendum hefur hrakað hvað varðar þessa þætti frá síðustu könnunum. Athygli hefur vakið að nemendur af landsbyggðinni koma verr út en nemendur af höfuðborgarsvæðinu, munur er á frammistöðu innflytjenda og innfæddra og piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi. Þetta eru slæmar fréttir sem hafa kallað á mikla umræðu í þjóðfélaginu um menntun, skólakerfið, hlutverk heimilanna og ekki síst menntun kennara.Nýtt kennaranám Með lögum frá Alþingi árið 2008 varð nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Vorið 2014 munu fyrstu kennararnir ljúka námi skv. því skipulagi. Í nýju kennaranámi er tekið mið af því hversu flókið kennarastarfið er í nútímasamfélagi og þeir þættir sem PISA mælir hafa allir fengið aukið vægi. Stærðfræði er nú skylda fyrir alla grunnskólakennaranema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, allir nemar taka sérstök námskeið í læsi og áhersla hefur verið lögð á að efla náttúrufræðimenntun með fé úr Aldarafmælissjóði HÍ. Auk þess sérhæfa kennaranemar sig í ákveðnum greinum og sviðum. Finnar er sú Norðurlandaþjóð sem bestum árangri hefur náð í PISA könnuninni. Kennaranám í Finnlandi er fimm ára háskólanám og hefur það, ásamt þeirri virðingu sem borin er fyrir kennarastéttinni, verið nefnt sem meginskýringin á góðum árangri þeirra. Við væntum þess að nýtt kennaranám muni í framtíðinni skila sér í öflugu og fjölbreyttu skólastarfi og betri námsárangri hér á landi.Takmarkanir PISA PISA könnunin er áreiðanlegur mælikvarði á getu nemenda á því sviði sem könnunin nær til en hún mælir ekki allt sem skiptir máli. Þeir þættir, sem þarna er verið að mæla, eru einungis lítill hluti þess sem aðalnámskrá segir til um að kenna eigi í skólum. Grunnþættir í menntun, sem eru leiðarstef í nýjum námskrám allra skólastiganna, eru: lýðræði og mannréttindi, læsi, sjálfbærni, heibrigði og velferð, jafnrétti og sköpun. Þessa þætti er erfitt að mæla. Niðurstöður PISA könnunarinnar benda þó til þess að töluverður árangur hafi náðst hvað varðar vellíðan barna og viðhorf þeirra til náms. Börnunum okkar líður mun betur í skólanum en áður. Einnig er vert að benda á þá jákvæðu niðurstöðu prófsins að jöfnuður meðal skóla mælist hvergi meiri en hér á landi. Þetta er ótvíræður styrkleiki íslenska skólakerfisins.Menntarannsóknir Niðurstöður PISA kalla á frekari rannsóknir og þær þurfa að skoðast í samhengi við þær rannsóknir sem til eru á kennsluaðferðum og námskrá skólanna. Leita þarf svara við hvaða kennsluaðferðir skila bestum árangi og hvaða þættir valda því að sumum nemendum gengur illa að leysa þau viðfangsefni sem PISA prófar. Við Menntavísindasvið er nú nýlokið viðamikilli rannsókn á starfsháttum í grunnskólum. Þar voru skoðaðir kennsluhættir, kennsluumhverfi og hvernig komið er til móts við einstaklingsmun í skólum. Við höfum einnig gögn sem varpa ljósi á málþroska, orðaforða og lestraráhuga og í hverju munurinn á þeim, sem standa sig vel og þeim, sem gera það ekki, liggur. Mikilvægt er að kanna til hlítar áhrif nýrrar tækni og samfélagsbreytinga á lestur og lesskilning barna og leita nýrra leiða. Til að stuðla að gæðum í skólakerfinu þurfum við að byggja starfið á rannsóknum. Menntarannsóknir eiga að móta stefnu og starfshætti í skólum landsins. Þær eru grunnur þess að við náum að greina og skilja það sem vel er gert og það sem þarf að bæta.Hvatning til að gera betur Niðurstöður PISA könnunarinnar eiga að vera okkur hvatning til að gera betur. Mikilvægt er að líta heildstætt á menntun barna, í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og á heimilum. Milli þessara aðila þarf að vera gott samstarf. Menntun barna okkar er sameiginleg ábyrgð alls samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru kynntar niðurstöður PISA, alþjóðlegrar könnunar á lesskilningi, stærðfræðilæsi og náttúrufræðilæsi 15 ára barna. Í könnuninni er leitast við að meta, ekki einungis þekkingu nemenda úr skólanum heldur einnig hvort þeir geta nýtt hana við nýjar aðstæður. Niðurstöður sýna að íslenskum nemendum hefur hrakað hvað varðar þessa þætti frá síðustu könnunum. Athygli hefur vakið að nemendur af landsbyggðinni koma verr út en nemendur af höfuðborgarsvæðinu, munur er á frammistöðu innflytjenda og innfæddra og piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi. Þetta eru slæmar fréttir sem hafa kallað á mikla umræðu í þjóðfélaginu um menntun, skólakerfið, hlutverk heimilanna og ekki síst menntun kennara.Nýtt kennaranám Með lögum frá Alþingi árið 2008 varð nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Vorið 2014 munu fyrstu kennararnir ljúka námi skv. því skipulagi. Í nýju kennaranámi er tekið mið af því hversu flókið kennarastarfið er í nútímasamfélagi og þeir þættir sem PISA mælir hafa allir fengið aukið vægi. Stærðfræði er nú skylda fyrir alla grunnskólakennaranema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, allir nemar taka sérstök námskeið í læsi og áhersla hefur verið lögð á að efla náttúrufræðimenntun með fé úr Aldarafmælissjóði HÍ. Auk þess sérhæfa kennaranemar sig í ákveðnum greinum og sviðum. Finnar er sú Norðurlandaþjóð sem bestum árangri hefur náð í PISA könnuninni. Kennaranám í Finnlandi er fimm ára háskólanám og hefur það, ásamt þeirri virðingu sem borin er fyrir kennarastéttinni, verið nefnt sem meginskýringin á góðum árangri þeirra. Við væntum þess að nýtt kennaranám muni í framtíðinni skila sér í öflugu og fjölbreyttu skólastarfi og betri námsárangri hér á landi.Takmarkanir PISA PISA könnunin er áreiðanlegur mælikvarði á getu nemenda á því sviði sem könnunin nær til en hún mælir ekki allt sem skiptir máli. Þeir þættir, sem þarna er verið að mæla, eru einungis lítill hluti þess sem aðalnámskrá segir til um að kenna eigi í skólum. Grunnþættir í menntun, sem eru leiðarstef í nýjum námskrám allra skólastiganna, eru: lýðræði og mannréttindi, læsi, sjálfbærni, heibrigði og velferð, jafnrétti og sköpun. Þessa þætti er erfitt að mæla. Niðurstöður PISA könnunarinnar benda þó til þess að töluverður árangur hafi náðst hvað varðar vellíðan barna og viðhorf þeirra til náms. Börnunum okkar líður mun betur í skólanum en áður. Einnig er vert að benda á þá jákvæðu niðurstöðu prófsins að jöfnuður meðal skóla mælist hvergi meiri en hér á landi. Þetta er ótvíræður styrkleiki íslenska skólakerfisins.Menntarannsóknir Niðurstöður PISA kalla á frekari rannsóknir og þær þurfa að skoðast í samhengi við þær rannsóknir sem til eru á kennsluaðferðum og námskrá skólanna. Leita þarf svara við hvaða kennsluaðferðir skila bestum árangi og hvaða þættir valda því að sumum nemendum gengur illa að leysa þau viðfangsefni sem PISA prófar. Við Menntavísindasvið er nú nýlokið viðamikilli rannsókn á starfsháttum í grunnskólum. Þar voru skoðaðir kennsluhættir, kennsluumhverfi og hvernig komið er til móts við einstaklingsmun í skólum. Við höfum einnig gögn sem varpa ljósi á málþroska, orðaforða og lestraráhuga og í hverju munurinn á þeim, sem standa sig vel og þeim, sem gera það ekki, liggur. Mikilvægt er að kanna til hlítar áhrif nýrrar tækni og samfélagsbreytinga á lestur og lesskilning barna og leita nýrra leiða. Til að stuðla að gæðum í skólakerfinu þurfum við að byggja starfið á rannsóknum. Menntarannsóknir eiga að móta stefnu og starfshætti í skólum landsins. Þær eru grunnur þess að við náum að greina og skilja það sem vel er gert og það sem þarf að bæta.Hvatning til að gera betur Niðurstöður PISA könnunarinnar eiga að vera okkur hvatning til að gera betur. Mikilvægt er að líta heildstætt á menntun barna, í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og á heimilum. Milli þessara aðila þarf að vera gott samstarf. Menntun barna okkar er sameiginleg ábyrgð alls samfélagsins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar