Hvað má læra af Hörpu? Bergur Hauksson skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar