Hvað má læra af Hörpu? Bergur Hauksson skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Tap er af tónlistarhúsinu Hörpu. Rifjum upp forsögu hússins í stuttu máli. Ákveðið var af ríki og borg að byggja tónlistar- og ráðstefnuhús í einkaframkvæmd. Ákveðnar forsendur voru í útboðslýsingunni. Húsið átti að vera 17.000 m², 18-20.000 m² hótel, sem framkvæmdaaðili myndi reisa og reka á eigin kostnað, og 38.000 m² í öðrum byggingum, sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarrétt á og ráðstafa að eigin vild. Í útboðsferlinu voru að lokum valdir tveir hópar til að fullmóta sínar tillögur. Annar hópurinn (kallaður hópur A) lagði fram tillögu með húsi í samræmi við útboðslýsingu, stærð og verð (höfundur þessarar greinar var starfsmaður hjá einu þeirra fyrirtækja sem voru í þessum hópi). Hinn hópurinn, hópur Hörpunnar, lagði fram tillögu að húsi sem er töluvert stærra en forsendur útboðslýsingar sögðu til um, það er að segja Hörpuna sem er 28.000 m². Hópur Hörpunnar fékk hæstu einkunn fyrir lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun. Harpan er 64% stærri en forsendur útboðslýsingar gerðu ráð fyrir. Stjórnendur Hörpunnar kvarta yfir að tekjur hafi ekki skilað sér vegna reksturs bílastæðahúss, samt fékk tillagan hæstu verðlaun fyrir rekstur bílastæða. Einnig fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun. Í viðskiptaáætlun fyrir Hörpuna er gert ráð fyrir að fasteignagjöld séu af húsi sem kostar rúma sjö milljarða króna en Harpan kostaði um þrjátíu milljarða króna. Þegar hópur A benti á, strax í upphafi, að Harpan væri ekki í samræmi við útboðslýsingu og þær tekjur sem fram væru lagðar af hendi ríkis og borgar til að reka húsið yrðu ekki nægar var því svarað til að það væri vandamál rekstaraðilans (Portus, Titus eða Totus) en ekki ríkis og borgar. Þá var bent á að ef verkefnið gengi ekki upp yrðu ríki og borg að taka við því. Það var talið mjög langsótt og jafnvel fyndið. Ríki og borg þurftu þrátt fyrir það að taka verkefnið yfir. Við það tímamark var um tvennt að ræða. Annars vegar að brjóta niður það sem komið var og hætta við verkefnið eða hins vegar að halda verkefninu áfram. Það var ákveðið að halda áfram. Það hlaut, öllum sem hafa einhverja innsýn í verkefnið, að vera ljóst að það stæði aldrei undir sér nema því yrði breytt á einhvern hátt. Í fyrsta lagi vegna þess að húsið var miklu stærra en tekjuforsendur útboðsgagna gerðu ráð fyrir og í öðru lagi vegna þess að allar stoðforsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Spyrja má:n Hvers vegna var byggt svo mikið stærra hús en útboðslýsing gerði ráð fyrir (jafnframt má spyrja hvort það hafi verið í samræmi við reglur um opinber innkaup)? n Hvernig unnu dómnefndir, hvernig komust þær að niðurstöðum sem virðast ekki ganga upp? n Þegar ákveðið var að halda verkefninu áfram eftir hrun var aðilum þá ekki ljóst að það væri mikið stærra en tekjugrundvöllur gerði ráð fyrir? n Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun sem innihélt augljósa villu að því er varðar fasteignagjöld, villu upp á nokkur hundruð milljónir króna? n Miðað við fjármögnun Hörpunnar í upphafi virðist hópurinn hafa áætlað að fjármagna verkefnið í erlendri mynt þrátt fyrir að tekjur væru í íslenskum krónum. Hvers vegna fékk hópur Hörpunnar hæstu einkunn fyrir viðskiptaáætlun og fjárhagslegan styrk með þessar forsendur? Hópur A ráðgerði fjármögnun í íslenskum krónum þar sem tekjur voru í krónum. Það þótti greinilega ekki eins gott. Fleiri spurninga mætti spyrja. Aðalatriðið er þó að reyna að læra af þessu. Húsið er komið og við verðum að vona að stjórnendur hafi einhverjar frjórri hugmyndir til að bæta rekstur þess en að hækka leigu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og Íslensku óperunni. Það breytist ekkert við það. Hefði verið farið eftir upphaflegum forsendum í útboðslýsingu eins og að sjálfsögðu bar að gera verður að telja að verkefnið stæði undir sér.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun