Hvað kosta mannréttindi? Guðjón Sigurðsson skrifar 19. júlí 2012 06:00 Mannréttindi eru ómetanleg í peningum. Samt sem áður eru mannréttindi brotin á fötluðum og öldruðum alla daga á Íslandi. Það hefur þó tekist með baráttu einstaklinga frekar en samtaka að mjaka okkur í rétta átt. Eitt af stærri verkefnum sem unnið er að þessar vikurnar er að Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) verði að veruleika á Íslandi. Allt að 30 árum á eftir öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Til þess að koma þessu af stað hefur ríkið lagt okkur til 150 milljónir árlega í 2 ár. Við fatlaðir verðum að vega og meta hvað getur talist skynsamlegt að nota takmarkaða peninga til að lagfæra. Er það skynsamlegt af samtökum Öryrkja að sóa tíma og peningum í lögfræðikostnað til að ógilda nýafstaðnar forsetakosningar? Kosningar sem með endurtekningu munu kosta það sama og við erum að fá til NPA þjónustuformsins árlega. Ekki síst þegar þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst því yfir að þetta verði eitt af þeirra fyrstu verkum á haustþingi til að leiðrétta. Hver er forgangsröðun Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ)? Er það að halda uppi lögfræðingum í stríði við stjórnvöld? Eru að þeirra mati engin brýnni mál til að taka á? Hvað með biðraðir fólks eftir matarúthlutunum? Hvað með að tosa upp bætur fólks? Hvað með að tryggja að allir fái vinnu við hæfi? Hvað með að fólk í hjólastólum komist ekki út í Viðey? Hvað með aðgengi almennt að stjórnsýslu og menntun? Hvað með að þjónusta sem ætluð er öllum sé leyfð á annari hæð í lyftulausu húsi? Hvað með að aldraðir séu sviftir sjálfræði og fjárræði þegar þeim er komið fyrir á stofnun? Hvað með að efla virkniúrræði fólks sem í dag gerir ekkert? Hvað um aðgengi að húsnæði almennt? Svo mætti lengi telja. Verkefnin eru endalaus og því sárnar mér tíma- og peningasóun ÖBÍ í eitthvað sem er í lagfæringarferli. Nema tilgangur kærunnar sé annar en að bæta hag öryrkja? Þetta er ekki skynsamlegt að mínu mati og skora ég á ÖBÍ að snúa sér að öðrum og brýnni verkefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru ómetanleg í peningum. Samt sem áður eru mannréttindi brotin á fötluðum og öldruðum alla daga á Íslandi. Það hefur þó tekist með baráttu einstaklinga frekar en samtaka að mjaka okkur í rétta átt. Eitt af stærri verkefnum sem unnið er að þessar vikurnar er að Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) verði að veruleika á Íslandi. Allt að 30 árum á eftir öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Til þess að koma þessu af stað hefur ríkið lagt okkur til 150 milljónir árlega í 2 ár. Við fatlaðir verðum að vega og meta hvað getur talist skynsamlegt að nota takmarkaða peninga til að lagfæra. Er það skynsamlegt af samtökum Öryrkja að sóa tíma og peningum í lögfræðikostnað til að ógilda nýafstaðnar forsetakosningar? Kosningar sem með endurtekningu munu kosta það sama og við erum að fá til NPA þjónustuformsins árlega. Ekki síst þegar þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst því yfir að þetta verði eitt af þeirra fyrstu verkum á haustþingi til að leiðrétta. Hver er forgangsröðun Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ)? Er það að halda uppi lögfræðingum í stríði við stjórnvöld? Eru að þeirra mati engin brýnni mál til að taka á? Hvað með biðraðir fólks eftir matarúthlutunum? Hvað með að tosa upp bætur fólks? Hvað með að tryggja að allir fái vinnu við hæfi? Hvað með að fólk í hjólastólum komist ekki út í Viðey? Hvað með aðgengi almennt að stjórnsýslu og menntun? Hvað með að þjónusta sem ætluð er öllum sé leyfð á annari hæð í lyftulausu húsi? Hvað með að aldraðir séu sviftir sjálfræði og fjárræði þegar þeim er komið fyrir á stofnun? Hvað með að efla virkniúrræði fólks sem í dag gerir ekkert? Hvað um aðgengi að húsnæði almennt? Svo mætti lengi telja. Verkefnin eru endalaus og því sárnar mér tíma- og peningasóun ÖBÍ í eitthvað sem er í lagfæringarferli. Nema tilgangur kærunnar sé annar en að bæta hag öryrkja? Þetta er ekki skynsamlegt að mínu mati og skora ég á ÖBÍ að snúa sér að öðrum og brýnni verkefnum.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar