Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Kristinn Steinn Traustason skrifar 3. mars 2015 00:00 Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði. Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar. Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu. Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi. Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar. Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði. Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar. Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu. Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi. Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar. Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun