Hvað er svona merkilegt við Teigsskóg? 11. janúar 2007 05:00 Hvað er svona merkilegt við Teigsskóg? spurði þulan í RÚV um daginn, þegar umræðan beindist allt í einu að skógivaxinni hlíð vestan Þorskafjarðar. Spurningin hjómaði í mínum eyrum eins og brandari úr hugarskoti Jóns Gnarr. Málið snerist um vegabætur á því svæði, sem eitt sinn hét Gufudalssveit og náði frá Múla í Þorskafirði að Klettshálsi, en það er nú hluti af Reykhólahreppi, sem tekur yfir sama svæði og áður þekktist undir nafninu Austur-Barðastrandarsýsla. Helsti vegatálmi í Gufudalssveit er óefað Hjallaháls, sem er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar, allbrattur og oft illfær vegna snjóa á vetrum. Skipulagsstjóri lagðist gegn vegi um skóginn vegna óafturkræfs skaða á umhverfi, en af öllum mönnum ógilti umhverfisráðherrann þann úrskurð og heimilaði vegagerðina af öryggisástæðum. Það er ekki ólíklegt, að bílstjórum þungra vörubíla finnist þreytandi og leiðinlegt að silast upp og niður brattann á hálsinum, jafnvel þótt til stæði að bæta hann. En voru menn í Vesturbyggð að flagga fyrir því að fá veg um Teigsskóg og losna þar með við Hjallaháls. Og talandi um að draga fána að hún, hafa ekki einhverjir ástæðu til að draga hann í hálfa stöng? Samkvæmt þessari áætlun sýnist mér bærinn Djúpidalur, eitt af fáum byggðum bólum í hinni upprunalegu Gufudalssveit, komast úr alfaraleið. Teigsskógur, sá er nefndur var hér í upphafi þessara orða, liggur í austurhlíð hálsins nær langleiðina milli Grafar og eyðibýlisins Hallsteinsness. Hann er kannske ekki merkilegur í samanburði við friðaða skóga sunnar á landinu; hann er lágvaxinn og skreytir sig helst með fallegum reynitrjám, sem standa upp úr með öðrum lit, rétt eins og sjá má vestur í Vatnsfirði. Mikilvægi hans verður hins vegar að skoðast í réttu samhengi: sem sé í því samhengi, að hann er hluti af því, sem Hallgrímur Helgason rithöfundur kallaði „þetta stórkostlega en gleymda svæði Íslands“ (Fréttablaðið 8. jan.). Það eru óheillavænleg náttúruspjöll að leggja veg um hann, upphleyptan með gífurlegum ruðningi til beggja hliða, og nógu breiðan og sterkan til að þola umferð tugtonnatrukka. Það er dauðadómur yfir skóginum. Það hefur komið fram góð hugmynd um lausn á þessu vandamáli: að leggja göng um Hjallaháls og jafnvel líka Gufudalsháls. Þessi hugmynd hefur komið fram hjá manni, sem er alinn upp á þessu svæði, Bergsveini Reynissyni bónda, en einnig var hún efni leiðara Fréttablaðsins 8. jan. Með því móti fæst lausn, sem er öllum til hagsbóta: samgöngur á vesturleiðinni stórbatna og landslagið heldur sér. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við Teigsskóg? spurði þulan í RÚV um daginn, þegar umræðan beindist allt í einu að skógivaxinni hlíð vestan Þorskafjarðar. Spurningin hjómaði í mínum eyrum eins og brandari úr hugarskoti Jóns Gnarr. Málið snerist um vegabætur á því svæði, sem eitt sinn hét Gufudalssveit og náði frá Múla í Þorskafirði að Klettshálsi, en það er nú hluti af Reykhólahreppi, sem tekur yfir sama svæði og áður þekktist undir nafninu Austur-Barðastrandarsýsla. Helsti vegatálmi í Gufudalssveit er óefað Hjallaháls, sem er á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar, allbrattur og oft illfær vegna snjóa á vetrum. Skipulagsstjóri lagðist gegn vegi um skóginn vegna óafturkræfs skaða á umhverfi, en af öllum mönnum ógilti umhverfisráðherrann þann úrskurð og heimilaði vegagerðina af öryggisástæðum. Það er ekki ólíklegt, að bílstjórum þungra vörubíla finnist þreytandi og leiðinlegt að silast upp og niður brattann á hálsinum, jafnvel þótt til stæði að bæta hann. En voru menn í Vesturbyggð að flagga fyrir því að fá veg um Teigsskóg og losna þar með við Hjallaháls. Og talandi um að draga fána að hún, hafa ekki einhverjir ástæðu til að draga hann í hálfa stöng? Samkvæmt þessari áætlun sýnist mér bærinn Djúpidalur, eitt af fáum byggðum bólum í hinni upprunalegu Gufudalssveit, komast úr alfaraleið. Teigsskógur, sá er nefndur var hér í upphafi þessara orða, liggur í austurhlíð hálsins nær langleiðina milli Grafar og eyðibýlisins Hallsteinsness. Hann er kannske ekki merkilegur í samanburði við friðaða skóga sunnar á landinu; hann er lágvaxinn og skreytir sig helst með fallegum reynitrjám, sem standa upp úr með öðrum lit, rétt eins og sjá má vestur í Vatnsfirði. Mikilvægi hans verður hins vegar að skoðast í réttu samhengi: sem sé í því samhengi, að hann er hluti af því, sem Hallgrímur Helgason rithöfundur kallaði „þetta stórkostlega en gleymda svæði Íslands“ (Fréttablaðið 8. jan.). Það eru óheillavænleg náttúruspjöll að leggja veg um hann, upphleyptan með gífurlegum ruðningi til beggja hliða, og nógu breiðan og sterkan til að þola umferð tugtonnatrukka. Það er dauðadómur yfir skóginum. Það hefur komið fram góð hugmynd um lausn á þessu vandamáli: að leggja göng um Hjallaháls og jafnvel líka Gufudalsháls. Þessi hugmynd hefur komið fram hjá manni, sem er alinn upp á þessu svæði, Bergsveini Reynissyni bónda, en einnig var hún efni leiðara Fréttablaðsins 8. jan. Með því móti fæst lausn, sem er öllum til hagsbóta: samgöngur á vesturleiðinni stórbatna og landslagið heldur sér. Höfundur er læknir
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar