Innlent

Hvað er hægt að gera í Reykjavík um páskana?

Bjarki Ármannsson skrifar
Hægt verður að skella sér í sund með fjölskyldunni á Páskadag.
Hægt verður að skella sér í sund með fjölskyldunni á Páskadag. Vísir/GVA
Allskonar afþreying og þjónusta verður í boði á höfuðborgarsvæðinu um páskana.

Skautahöll Reykjavíkur verður opin milli eitt og sex alla daga páskahátíðarinnar fyrir þá sem vilja taka nokkra hringi á skautunum.

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli verða opin um helgina ef veður leyfir. Að vísu þurfti að loka snemma í dag vegna hvassviðris.

Opið verður í Kringlunni í dag og laugardaginn fyrir páska. Opið verður í Smáralind alla daga nema Páskadag og Föstudaginn langa en Smárabíó verður opið alla hátíðina.

Á föstudag og sunnudag verður hægt að fara í sund í Árbæjarlaug, Laugardalslaug og Vesturbæjarlaug milli tíu og sex. Allar laugar í Reykjavík eru opnar í dag og annan í páskum.

Þá er opið í World Class í Laugum alla hátíðardaga, milli tíu og sex á föstudag og sunnudag en átta til tíu aðra daga.

Á föstudaginn langa mun Vantrú svo standa fyrir sínu árlega páskabingói á Austurvelli klukkan eitt. Boðið verður upp á veitingar og verður glaðningur í boði fyrir börnin. 

Svo verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum alla páskana frá tíu til fimm með þéttri dagskrá allan daginn.

Að lokum hefur fréttastofa tekið saman helstu upplýsingar um opnunartíma og tilboð skemmtistaða um páskana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×