Húsnæðismál hreyfihamlaðs fólks María Játvarðardóttir skrifar 2. desember 2010 06:00 Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöllum og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkurborgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opinbera til að gera endurbætur á húsnæði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæðist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjölskyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatlað barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því foreldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunargreiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkilegast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja húsnæði á vegum hins opinbera, sambýli, skammtímavistanir og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjölskyldu sinni. Sú félagslega einangrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslunum. Það er von mín að við stofnun Velferðarráðuneytis verði fundin leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöllum og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkurborgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opinbera til að gera endurbætur á húsnæði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæðist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjölskyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatlað barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því foreldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunargreiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkilegast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja húsnæði á vegum hins opinbera, sambýli, skammtímavistanir og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjölskyldu sinni. Sú félagslega einangrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslunum. Það er von mín að við stofnun Velferðarráðuneytis verði fundin leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar