Húsnæðismál hreyfihamlaðs fólks María Játvarðardóttir skrifar 2. desember 2010 06:00 Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöllum og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkurborgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opinbera til að gera endurbætur á húsnæði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæðist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjölskyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatlað barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því foreldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunargreiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkilegast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja húsnæði á vegum hins opinbera, sambýli, skammtímavistanir og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjölskyldu sinni. Sú félagslega einangrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslunum. Það er von mín að við stofnun Velferðarráðuneytis verði fundin leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöllum og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkurborgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opinbera til að gera endurbætur á húsnæði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæðist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjölskyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatlað barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því foreldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunargreiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkilegast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja húsnæði á vegum hins opinbera, sambýli, skammtímavistanir og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjölskyldu sinni. Sú félagslega einangrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslunum. Það er von mín að við stofnun Velferðarráðuneytis verði fundin leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun