Innlent

Húshitun yrði langtum ódýrari

Það myndi spara Skagstrendingum skildinginn ef þeir fengju heita vatnið frá Reykjum.
Það myndi spara Skagstrendingum skildinginn ef þeir fengju heita vatnið frá Reykjum.
Ákveðið verður í haust hvort RARIK veiti heitu vatni frá Reykjum á Húnavöllum til Skagastrandar.

Adolf H. Berndsen, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, segir að nú sé kynt með rafmagni þar og geti sá kostnaður verið nokkuð íþyngjandi en ef af þessum framkvæmdum yrði gæti það lækkað hann um 30 til 40 prósent. „Þetta er því afar mikilvægt fyrir bæði heimilin og eins atvinnulíf hér á Skagaströnd," segir hann. „Í raun er það bara spurningin um hvort þetta sé arðbært," segir hann enn fremur. RARIK á og rekur fimm hitaveitur á landinu, þar á meðal þá á Reykjum sem heldur Blönduósbúum heitum.

Adolf segir að fáir staðir á landinu hafi breyst á síðustu árum jafn mikið og Skagaströnd. „Í byrjun árs 2007 var einungis einn opinber starfsmaður hér í þessum útgerðarbæ en það var hjúkrunarfræðingurinn á staðnum. Nú eru hér um 30 opinberir stafsmenn en varla nokkur útgerð," segir hann. Munar þar mest um skrifstofu Vinnumálastofnunar sem flutt var til Skagastrandar á vormánuðum 2007 en sú skrifstofa hefur umsjón með greiðslum á atvinnuleysisbótum.- jse



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×