Innlent

Hundur sendur úr landi vegna fölsunar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ekki er tilgreint um hvað tegund sé að ræða - né hvaðan hundurinn kom.
Ekki er tilgreint um hvað tegund sé að ræða - né hvaðan hundurinn kom. vísir/getty
Matvælastofnun sendi á dögunum hund úr landi vegna falsaðra innflutningsgagna. Hundurinn var með gilt innflutningsleyfi, en vottorð um mótefnamælingar var hins vegar falsað. Vottorð um mótefnamælingu vegna hundaæðis er eitt þeirra skilyrða sem sett er vegna innflutnings hunda og katta til Íslands.

Í tilkynningu frá MAST segir að þetta hafi verið staðfest af dýralæknayfirvöldum í viðkomandi landi. Innflytjandi hafi lagt undirbúning innflutnings í hendur ræktanda hundsins. Dýralæknir, sem sá leitaði til þar í landi, hafi lagt fram þessa fölsuðu blóðprufuniðurstöðu.

Stofnunin vill því brýna fyrir innflytjendum gæludýra að ganga úr skugga að öll tilskilin vottorð séu til staðar og að þau séu gefin út af þar til bærum aðilum. Falsanir vottorða sé raunverulegt vandamál, sérstaklega frá þriðju ríkjum til EES landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×