Innlent

Húnaþing vestra mun kæra veiðimenn án leyfis

Sveinn Arnarsson skrifar
Húnaþing vestra áformar að selja rjúpnaveiðileyfi á lönd í eigu sveitarfélagsins á yfirstandandi rjúpnaveiðitímabili.
Húnaþing vestra áformar að selja rjúpnaveiðileyfi á lönd í eigu sveitarfélagsins á yfirstandandi rjúpnaveiðitímabili. Nordicphotos/Getty
Húnaþing vestra áformar að selja rjúpnaveiðileyfi á lönd í eigu sveitarfélagsins á yfirstandandi rjúpnaveiðitímabili.

Forsætisráðuneytið hefur úrskurðað að sveitarfélaginu sé óheimilt að selja rjúpnaveiðileyfi á þjóðlendur í sveitarfélaginu.

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri segir fyrirkomulag rjúpnaveiða nú í samræmi við úrskurðinn. „Við bjóðum nú aðeins veiðileyfi á lönd í eigu sveitarfélagsins og undanskiljum þau almenningnum. Þetta er í samræmi við úrskurðinn. Allir með gilt veiðikort og skotvopnaleyfi geta keypt veiðileyfi hjá okkur og fá kort af svæðunum,“ segir Guðný Hrund.

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþingi.
Fjöldi verður takmarkaður við fjórar byssur í löndum sveitarfélagsins og er vænst til þess að veiðimenn virði fyrirkomulagið.

Guðný segir öllum heimilt að fara á þjóðlendur innan sveitarfélagsins en veiði á eignarlandi er háð leyfi. „Þeir veiðimenn sem munu veiða á okkar landareignum án leyfis verða kærðir umsvifalaust til lögreglu og gildir einu hvort þeir hafi veitt á svæðinu áður,“ segir Guðný Hrund.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×