Enski boltinn

Hull áfram eftir vítakeppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eldin Jakupovic varði tvær spyrnur í vítakeppninni.
Eldin Jakupovic varði tvær spyrnur í vítakeppninni. vísir/getty
Eldin Jakupovic var hetja Hull City þegar liðið komst í undanúrslit enska deildabikarsins eftir sigur á Newcastle United í kvöld.

Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar gekk allt á afturfótunum hjá leikmönnum Newcastle sem skoruðu aðeins úr einni af fjórum spyrnum sínum.

Jakupovic varði frá Jonjo Shelvey og Yoan Gouffran og Dwight Gayle skaut í slána. Á meðan skoruðu leikmenn Hull úr öllum sínum spyrnum og unnu vítakeppnina 3-1.

Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma en Diumerci Mbokani, framherji Hull, lét hins vegar reka sig út af mínútu fyrir leikslok.

Mohamed Diamé kom Newcastle yfir gegn sínum gömlu félögum á 98. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Robert Snodgrass metin. 1-1 urðu lokatölur leiksins en Hull fór áfram eftir vítakeppni eins og áður sagði.

Hull og Liverpool eru komin áfram í undanúrslit deildabikarsins en seinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram á morgun. Þá mætast annars vegar Arsenal og Southampton og hins vegar Manchester United og West Ham United.

Vítakeppnin (Newcastle byrjar):

0-0 Jonjo Shelvey varið

1-0 Robert Snodgrass mark

1-0 Dwight Gayle sláin

2-0 Michael Dawson mark

2-1 Christian Atsu mark

3-1 Tom Huddlestone mark

3-1 Yoan Gouffran varið


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×