Innlent

Hryggbrotnuðu í bátsferð í Eyjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tvær ungar konur á þrítugsaldri hryggbrotnuðu í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
Tvær ungar konur á þrítugsaldri hryggbrotnuðu í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku. vísir/pjetur
Tvær ungar konur á þrítugsaldri hryggbrotnuðu í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Lögregla rannsakar málið og skipstjórinn hefur látið af störfum tímabundið. RÚV greinir frá.

Atvikið átti sér stað í síðustu viku þegar um 100 starfsmenn Bláa lónsins fóru í vorferð til Vestmannaeyja en á meðal þess sem var gert í ferðinni var bátsferð með ferðaþjónustufyrirtækinu Ribsafari.

Aníta Óðinsdóttir, lögmaður Ribsafari, segir að báturinn hafi orðið fyrir einhverskonar höggi sem varð til þess að konurnar tvær slösuðust. Eftir læknisskoðun kom í ljós að þær hafi báðar hryggbrotnað, önnur þeirra alvarlega og var hún drifin í skurðaðgerð þar sem skrúfum og plötum var komið fyrir í baki hennar. Meiðsli hinnar konunnar eru ekki talin jafn alvarleg.

Atvikið var tilkynnt til Vinnueftirlitsins og lögreglu, sem rannsakar nú málið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×