Erlent

Hryðjuverkamenn gerðu árás á gistihús í sendiráðahverfi í Kabúl

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Talíbanar hafa lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér. Mynd tengist frétt ekki beint.
Talíbanar hafa lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/AFP
Fjórir hryðjuverkamenn voru felldir í Kabúl höfuðborg Afganistans í nótt þegar þeir reyndu að ráðast inn í gistihús í sendiráðahverfi borgarinnar, að því er lögregla segir. Til bardaga kom sem stóð í alla nótt en Talíbanar hafa lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér.

Mennirnir voru afar vel vopnaðir og meðal annars með sprengjuvörpur en þó er ekki talið að óbreyttir borgarar hafi látið lífið í nótt. Lögreglumönnum tókst að stöðva mennina áður en þeir komust inn í gistihúsið þar sem erlendir gestir frá ýmsum þjóðlöndum dvelja alla jafna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar árásir eru gerðar í Kabúl og gistihúsið sem um ræðir er afar rammbyggt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×