Hrós til þroskaþjálfa Sigurður Örn Ágústsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar