Hrós til þroskaþjálfa Sigurður Örn Ágústsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun