Hrós til þroskaþjálfa Sigurður Örn Ágústsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega margt í lífinu sem maður hefur engan áhuga né skilning á, þangað til að það skiptir mann sjálfan, persónulega, máli. Fyrir ekki svo löngu vissi ég ekki neitt um, né hafði ég sérstakan áhuga á að vita, hvaða hlutverki þroskaþjálfar gegna. Vissi að þeir væru til en lítið annað. En nú veit ég að þeir skipta þá sem þeirra liðveislu njóta gríðarlega miklu máli. Og líka að munurinn á góðum, reynslumiklum þroskaþjálfa sem leggur sig fram í starfi og hinum sem leggja minna á sig er í veldisvís. Góðir þroskaþjálfar geta skipt sköpum. Drengurinn minn var snemma greindur einhverfur og það var lán. Hann fékk það sem kallað er snemmtæk íhlutun. Sem, þegar maður hugsar um það, er alveg lykilatriði – að ná til barna meðan þau eru á aldursbili mests mögulegs þroska – þá eru bestar líkur á örum framförum. Leikskólinn hans Ágústs réð þroskaþjálfa til að sinna hans þörfum eftir að greining lá fyrir. Þegar Ágúst mætti eldhress í leikskólann sinn í fyrsta skipti var hann vart talandi og um mjög margt félagslega talsvert frá því að vera aldurssvarandi (bara eins og pabbi sinn, myndu margir segja – en það er önnur saga). Núna er það ærið verkefni að fá hann til að þagna stundarkorn – sem er ótrúlega góð tilfinning. Hann er margfalt félagsfærnari og eiginlega bara allur annar. Það hefur tekist að tosa hann úr skelinni að hluta a.m.k. Það er magnað hvað honum hefur fleygt fram. Það var mikil gæfa fyrir okkur Ágúst að leikskólinn hans, Akrar í Garðabæ, réði Hafdísi Björk Þorsteinsdóttur til starfa sem þroskaþjálfa fyrir um tveimur árum. Henni vil ég hrósa sérstaklega fyrir hennar starf og árangur með drenginn minn. Hún hefur ekki bara skipt máli, heldur verið lykilmanneskja í hans framförum. Hún hefur reynst honum og mér svo vel að nú, þegar hún fer til annarra starfa, er maður bæði þakklátur og sorgmæddur. Þakklátur fyrir allt hennar starf, atlæti og alúð gagnvart Ágústi og sorgmæddur að hún sé að yfirgefa okkur. Hafdís hefur kennt honum Ágústi margt sem seint verður fullþakkað en mér hefur hún helst kennt að meta starf góðs þroskaþjálfa að verðleikum. Takk Hafdís fyrir þinn þátt í stórstígum framförum Ágústs undanfarin ár. Ég vona bara að sá sem tekur við af Hafdísi komist með tærnar þar sem hún fer úr skónum. Þá verðum við Ágúst ánægðir. Við verðum reyndar líka ánægðir ef Hafdís verður ánægð í nýju vinnunni sinni – ef ekki, þá veit hún hvar okkur verður að finna.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun