Hringvegurinn illfær rafmagnsbílum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“ Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Brýn þörf er á fleiri hraðhleðslustöðvum á Íslandi til að sinna vaxandi rafbílaflota landsmanna. Rafmagnsbílum hefur fjölgað gríðarlega á landinu undanfarið og eru nú orðnir í kringum sex hundruð. Í lok október var búið að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Flestir rafmagnsbílar komast einungis í kringum 100 kílómetra leið á einni hleðslu, þá þurfa eigendurnir að hlaða bílinn á ný. Eigendur bílanna geta hlaðið bílana heima hjá sér, en það getur þó tekið upp undir alla nóttina. Svokallaðar hraðhleðslustöðvar, sem Orka náttúrunnar hefur einungis boðið upp á hingað til, gera ökumönnum kleift að hlaða bílinn á aðeins tuttugu mínútum. Í dag eru tíu virkar hraðhleðslustöðvar á landinu og allar eru þær á suðvesturhorninu. Þetta gerir bíleigendum erfitt fyrir að keyra um landið. Hingað til hafa hraðhleðslustöðvarnar heldur ekki getað sinnt öllum rafbílategundum landsins. Hraðhleðslustöðvar ON hafa eingöngu verið fyrir rafbíla með CHAdeMO-staðli, sem meðal annars Nissan Leaf og Mitsubishi geta notað. Combo-staðallinn er fyrir evrópska rafbíla og eru flestir rafbílar á Íslandi að nota þessa tvo staðla. Nýjar og uppfærðar hraðhleðslustöðvar ON verða bæði með CHAdeMO- og Combo-staðli, auk tengja fyrir fleiri rafbílategundir. Þessar stöðvar fara upp á næstu vikum og mánuðum að sögn Jóns Sigurðssonar, viðskiptastjóra í söludeild Orku náttúrunnar. Að sögn Jóns eru fyrirætlanir um að fjölga stöðvunum, til dæmis verða tvær stöðvar settar upp á Akureyri í vetur, hins vegar liggi heildarfjöldinn ekki fyrir. Aðspurður segir hann enga áætlun liggja fyrir um að leggja hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landið. „Þegar fyrstu hraðhleðslustöðvar ON voru opnaðar í mars 2014 voru einungis hundrað bílar á götunum, nú eru þeir tæplega sex hundruð. Við erum að reyna að setja upp stöðvar eftir því sem bílum fjölgar og erum að reyna að bæta við þessa þjónustu,“ segir Jón. „Það geta auðvitað allir sett upp hraðhleðslustöðvar en við erum þeir einu sem tóku ákvörðun um að gera þetta.“Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hjá Orku náttúrunnarJón bendir á að töluvert fleiri stöðvar séu hér miðað við fjölda bíla en til dæmis í Noregi. „Í Noregi eru fjórar stöðvar fyrir hverja þúsund bíla en á Íslandi eru um sextán, eða fjórfalt fleiri,“ segir Jón. Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, segir fyrirtækið eiga tvö hundruð staura sem það vilji koma í notkun víðsvegar um landið. Staurarnir nýtist ekki til hraðhleðslu, hins vegar taki um fjóra tíma að hlaða með þeim. „Við erum búin að vera að reyna að fá fólk og fyrirtæki úti á landi til að setja þá upp en það hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur,“ segir hann og kveður „rosa lítið mál“ að setja upp hleðslustöðvar í kringum landið. „Þessi samgöngubót myndi kosta álíka og að setja upp eina brú fyrir vestan.“
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira