Innlent

Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndir stefna á framboð

Hreyfingin.
Hreyfingin.
Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn eiga í viðræðum um sameiginlegt framboð til næstu Alþingiskosninga. Þetta kemur meðal annars fram á bloggsvæði Friðriks Þórs Guðmundssonar, formanns Borgarahreyfingarinnar.

Þar segir að viðræður á milli stjórnmálaaflanna hafi staðið yfir síðan í nóvember síðastliðnum. Þá segir Friðrik Þór ennfremur að samstaða um lykil-baráttumál hafi verið eindregin á þessum fundum.

Höfuðáherslurnar eru á nýja stjórnarskrá í samræmi við frumvarp Stjórnlagaráðs, alvöru skjaldborg um heimilin, uppstokkun kvótakerfisins og siðvæðingu stjórnsýslunnar og fjármálamarkaðarins. Þá er einnig gengið út frá því að samningsviðræðum við ESB ljúki og niðurstaðan verði borin undir þjóðina.

Athygli vekur að Hreyfingin og Borgarahreyfingin íhugi að bjóða fram saman fyrir næstu kosningar. Þannig klufu allir þingmenn Hreyfingarinnar sig út úr Borgarahreyfingunni og stofnuðu fyrrnefndu hreyfinguna.

á bloggsvæði Friðriks segir að samstarfið þurfi ekki að koma á óvart. „Síðustu mánuði hefur samstarf Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar aukist og hratt fennt yfir „fornar" deilur. Fyrri klofningur er engin fyrirstaða lengur og fólk einhuga um að láta málefnin ráða för," skrifar Friðrik.

Frjálslynda flokknum var alfarið hafnað af kjósendum árið 2009 þegar framboðið náði engum manni inn á þing, en átti fjóra þingmenn þegar best lét. Flokkurinn barðist eindregið gegn fiskveiðistjórnunarkerfinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×