Hreinsunardeild réttlætisins Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 6. október 2010 06:00 Í níufréttum útvarps að morgni þriðjudags var fjallað um mánudagsmótmælin á Austurvelli. Þar voru um átta þúsund manns. Boðskapurinn var einn: Við mótmælum ástandinu í samfélaginu. Ástæðurnar voru fleiri, kannski allt að átta þúsund. Eggjum var kastað. Líka grjóti. Málningu slett. Það var mikið drasl eftir á Austurvelli og við Alþingishúsið. Rúður voru brotnar í húsinu, málning á veggjum. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hóf störf strax um nóttina og var enn að störfum morguninn eftir. Deildin á skýra verkferla fyrir svona verkefni, fara í gallana og ganga hreint til verks. Lögreglan var við störf á mótmælakvöldi. Hún hafði góð tök á stöðunni, sagði lögreglustjórinn Stefán Eiríksson. Hún stóð vörð um þinghúsið. Lögreglan nýtur mikils trausts í samfélaginu. Líklega nýtur hreinsunardeildin líka mikils trausts. Þau vita hvað þau ætla að gera, stíga örugg skref og vinna vinnuna sína. Þetta eru starfsmenn á plani. Í síðustu viku fór atkvæðagreiðsla á Alþingi 63-0. Sextíu og þrír þingmenn greiddu því atkvæði að vinna nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu í kjölfar Hrunsins. Þeirra er þörf. Í stefnuræðu sinni á mánudaginn sagði Jóhanna Sigurðardóttir frá því að bankarnir drægju lappirnar þegar kæmi að sértækum úrræðum fyrir fólk í vanda. Það gengur ekki. Við spyrjum: Þurfum við ekki sérsveit sem stendur vörð um hagsmuni almennings í landinu, hagsmuni fólksins andspænis hagsmunum banka og auðræðiskerfis sem kallaði Hrunið yfir þjóðina? Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönkum og stjórnkerfi eftir Hrunið? Sem víkur þeim frá sem hirða ekki um málefni ekkna og munaðarleysingja, sem gæta ekki réttar þeirra sem minnst mega sín? Hvers vegna eru engir verkferlar til í landinu fyrir slík verkefni? Hvar eru starfsmennirnir sem eiga heima á því plani? Við köllum eftir sérsveit mennskunnar. Við köllum eftir hreinsunardeild réttlætisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Sjá meira
Í níufréttum útvarps að morgni þriðjudags var fjallað um mánudagsmótmælin á Austurvelli. Þar voru um átta þúsund manns. Boðskapurinn var einn: Við mótmælum ástandinu í samfélaginu. Ástæðurnar voru fleiri, kannski allt að átta þúsund. Eggjum var kastað. Líka grjóti. Málningu slett. Það var mikið drasl eftir á Austurvelli og við Alþingishúsið. Rúður voru brotnar í húsinu, málning á veggjum. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hóf störf strax um nóttina og var enn að störfum morguninn eftir. Deildin á skýra verkferla fyrir svona verkefni, fara í gallana og ganga hreint til verks. Lögreglan var við störf á mótmælakvöldi. Hún hafði góð tök á stöðunni, sagði lögreglustjórinn Stefán Eiríksson. Hún stóð vörð um þinghúsið. Lögreglan nýtur mikils trausts í samfélaginu. Líklega nýtur hreinsunardeildin líka mikils trausts. Þau vita hvað þau ætla að gera, stíga örugg skref og vinna vinnuna sína. Þetta eru starfsmenn á plani. Í síðustu viku fór atkvæðagreiðsla á Alþingi 63-0. Sextíu og þrír þingmenn greiddu því atkvæði að vinna nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu í kjölfar Hrunsins. Þeirra er þörf. Í stefnuræðu sinni á mánudaginn sagði Jóhanna Sigurðardóttir frá því að bankarnir drægju lappirnar þegar kæmi að sértækum úrræðum fyrir fólk í vanda. Það gengur ekki. Við spyrjum: Þurfum við ekki sérsveit sem stendur vörð um hagsmuni almennings í landinu, hagsmuni fólksins andspænis hagsmunum banka og auðræðiskerfis sem kallaði Hrunið yfir þjóðina? Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönkum og stjórnkerfi eftir Hrunið? Sem víkur þeim frá sem hirða ekki um málefni ekkna og munaðarleysingja, sem gæta ekki réttar þeirra sem minnst mega sín? Hvers vegna eru engir verkferlar til í landinu fyrir slík verkefni? Hvar eru starfsmennirnir sem eiga heima á því plani? Við köllum eftir sérsveit mennskunnar. Við köllum eftir hreinsunardeild réttlætisins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun