Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta sæunn gisladóttir. skrifar 13. janúar 2016 08:00 Olíuvinnsla fæstra ríkja stendur undir sér miðað við núvernadi olíuverð. fréttablaðið Fæst olíuframleiðsluríki geta staðið undir núverandi olíuverði, en það hefur fallið um yfir sjötíu prósent frá sumrinu 2014. „Það er olíustríð á mörkuðum," segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingarstjóri hjá VÍB, en hann flutti erindi um hrávörumarkaðinn á fundi VÍB í gær.Vignir Þór Sverrisson telur það áhugavert að sjá hvað hrávöruverð á olíu muni haldast lágt lengi.Einungis þrjú lönd, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit, og Katar, geta staðið undir hrávöruverði á olíu undir fimmtíu dollurum, vegna gífurlegra varasjóða. Eins og sjá má á myndinni er framleiðslukostnaður á olíu mismunandi milli landa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við núna í nóvember að flest olíuríki í Miðausturlöndum myndu klára varasjóði sína á fimm árum ef olíuverð héldist undir fimmtíu dollurum. Um þessar mundir er hrávöruverð á olíu rétt rúmlega þrjátíu dollarar. Þá er þetta orðin óhagkvæm framleiðsla fyrir ríkisfjármálin hjá þessum löndum. Þrátt fyrir það leyfa þeir hjá OPEC verðinu að vera svona lágt. Það má nánast leiða að því líkur að þeir séu að leysa af ákveðna framleiðendur áður en þeir finna jafnvægi í verðinu. Í erindi sínu fór Vignir almennt yfir hrávörumarkaðinn og hvað fælist í honum. „Það eru til dæmis ekki allir sem átta sig á því að sú hrávara sem er næstmest átt viðskipti með í heiminum er kaffi,“ segir Vignir. Sérstaklega var einblínt á hráolíu, gull og silfur. „Þetta hafa verið fjárfestingarvörur að ákveðnu leyti. Gullið hefur verið vörn gegn verðbólgu, vörn gegn áföllum á markaði eða pólitískri óvissu. Þetta hafa verið fjárfestingarkostir sem bæði eignastýringar og eignastýringaraðilar hafa verið að nota í sínum söfnum,“ segir Vignir.fréttablaðið„Ef við horfum almennt á verðbréfamarkaðinn og núna þegar fer að opnast fyrir höftin hjá okkur þá er hrávörumarkaðurinn einn af þeim þáttum sem hreyfa verulega við mörkuðunum og ef við horfum til dæmis á óvissuna í kringum olíuverðið – þetta er allt leiðandi þáttur í bæði hagstöðu og hreyfingu markaða í heiminum,“ segir Vignir. Í heiminum eru áttatíu og sex kauphallir sem eiga viðskipti með hrávörur. Vignir bendir á að áhrif hrávöruuverðs á olíu fari eftir því hvort þú ert neytandi eða framleiðandi olíu. „Við erum að horfa á það að tuttugu dollara lækkun á olíu eykur heimshagvöxt um hálft prósent, þannig að þetta hefur töluverð áhrif á hagvöxt. Við erum til dæmis að njóta góðs af þessu á Íslandi fyrir skipaflotann.“ Erfitt er að spá um framtíð olíuverðs. „Eftirspurnin hefur aukist töluvert í heiminum en síðasta árið hefur framboðið aukist mun meira. Þetta er framboðsdrifin lækkun á olíunni og það er spurning hvort það leiði að einhverju leyti til meiri eftirspurnar,“ segir Vignir. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum. Hrávörumarkaðurinn from Íslandsbanki on Vimeo. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Fæst olíuframleiðsluríki geta staðið undir núverandi olíuverði, en það hefur fallið um yfir sjötíu prósent frá sumrinu 2014. „Það er olíustríð á mörkuðum," segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingarstjóri hjá VÍB, en hann flutti erindi um hrávörumarkaðinn á fundi VÍB í gær.Vignir Þór Sverrisson telur það áhugavert að sjá hvað hrávöruverð á olíu muni haldast lágt lengi.Einungis þrjú lönd, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit, og Katar, geta staðið undir hrávöruverði á olíu undir fimmtíu dollurum, vegna gífurlegra varasjóða. Eins og sjá má á myndinni er framleiðslukostnaður á olíu mismunandi milli landa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við núna í nóvember að flest olíuríki í Miðausturlöndum myndu klára varasjóði sína á fimm árum ef olíuverð héldist undir fimmtíu dollurum. Um þessar mundir er hrávöruverð á olíu rétt rúmlega þrjátíu dollarar. Þá er þetta orðin óhagkvæm framleiðsla fyrir ríkisfjármálin hjá þessum löndum. Þrátt fyrir það leyfa þeir hjá OPEC verðinu að vera svona lágt. Það má nánast leiða að því líkur að þeir séu að leysa af ákveðna framleiðendur áður en þeir finna jafnvægi í verðinu. Í erindi sínu fór Vignir almennt yfir hrávörumarkaðinn og hvað fælist í honum. „Það eru til dæmis ekki allir sem átta sig á því að sú hrávara sem er næstmest átt viðskipti með í heiminum er kaffi,“ segir Vignir. Sérstaklega var einblínt á hráolíu, gull og silfur. „Þetta hafa verið fjárfestingarvörur að ákveðnu leyti. Gullið hefur verið vörn gegn verðbólgu, vörn gegn áföllum á markaði eða pólitískri óvissu. Þetta hafa verið fjárfestingarkostir sem bæði eignastýringar og eignastýringaraðilar hafa verið að nota í sínum söfnum,“ segir Vignir.fréttablaðið„Ef við horfum almennt á verðbréfamarkaðinn og núna þegar fer að opnast fyrir höftin hjá okkur þá er hrávörumarkaðurinn einn af þeim þáttum sem hreyfa verulega við mörkuðunum og ef við horfum til dæmis á óvissuna í kringum olíuverðið – þetta er allt leiðandi þáttur í bæði hagstöðu og hreyfingu markaða í heiminum,“ segir Vignir. Í heiminum eru áttatíu og sex kauphallir sem eiga viðskipti með hrávörur. Vignir bendir á að áhrif hrávöruuverðs á olíu fari eftir því hvort þú ert neytandi eða framleiðandi olíu. „Við erum að horfa á það að tuttugu dollara lækkun á olíu eykur heimshagvöxt um hálft prósent, þannig að þetta hefur töluverð áhrif á hagvöxt. Við erum til dæmis að njóta góðs af þessu á Íslandi fyrir skipaflotann.“ Erfitt er að spá um framtíð olíuverðs. „Eftirspurnin hefur aukist töluvert í heiminum en síðasta árið hefur framboðið aukist mun meira. Þetta er framboðsdrifin lækkun á olíunni og það er spurning hvort það leiði að einhverju leyti til meiri eftirspurnar,“ segir Vignir. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum. Hrávörumarkaðurinn from Íslandsbanki on Vimeo.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira