Innlent

Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW

Jakob Bjarnar skrifar
Myndbandsbrot gengur nú sem eldur í sinu um samfélagsmiðla, en þar má sjá hvar maður nokkur, sem starfar við að ferma farangursrými flugvélar Wow-air, tekur hressilega á töskum farþega; hann beinlínis þeytir þeim inn í vélina af miklu afli.

Sjá nánar hér neðar.

Mörgum sem deila þessu myndbroti blöskrar meðferðin á farangrinum og tala um að rétt sé að pakka ekki neinu því sem teljast má brothætt. Ekkert slíkt myndi koma óbrotið eftir slíkar æfingar. Ljóst er að sá sem annast fermingu í þessu tilfelli er í gríðarlega miklu og góðu formi.

Fyrirtækið sem annast innskráningu og farangur fyrir WoW-air er Airport Associates og þar er framkvæmdastjóri Sigþór Kristinn Skúlason. Hann hafði ekki séð myndbandsbrotið, en horfði á það með blaðamanni Vísis. Sigurþór Kristinn segir erfitt að dæma um hvort þetta teljist til harkalegrar meðferðar á farangri, ekki sé allt sem sýnist; þá þyrfti að sjá þetta innan frá líka.

„Ég á erfitt með að tjá mig um þetta. Ekki hægt að dæma af þessu broti, eða erfitt, hvort þetta flokkast undir harkalega meðferð. En, þetta verður skoðað nánar,“ segir Sigurþór Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×