Innlent

Hraðinn heillar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Sóley Baldursdóttir er sautján ára og nýkomin með bílpróf. Þrátt fyrir það hefur hún keyrt fullbúna kappakstursbíla frá þrettán ára aldri og æfir reglulega á sömu braut og atvinnumenn í sportinu, meðal annars fyrrverandi formúlu eitt kappinn Martin Brundle.

„Pabbi er með mikla bíladellu og ég er með honum í þessu. Þegar ég byrjaði náði ég ekki niður á pedalana og fólki fannst svona frekar skrítið að sjá mig þarna á brautinni, en það vandist nú fljótt, segir Sóley, en hún er með æfingaaðstöðu í borginni Ascari á Spáni. Þangað fer hún minnst sex sinnum á ári til að æfa sig með þjálfara.

Sóley á sinn eigin bíl og þeysist um á 250 kílómetra hraða á klukkustund á akstursbrautinni sem er rúmlega fimm kílómetra löng. Þjálfun Sóleyjar snýst fyrst og fremst um að bæta tímann á brautinni, en hennar besti tími er núna 2,12 mínútur.

„Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, það er eitthvað svo heillandi við hraðann og ég fæ þvílíka útrás á brautinni,“ segir Sóley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×