Hraðahindranir kosta Strætó 350 milljónir 4. júní 2010 06:30 Reynir Jónsson vill sjá færri hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu, en hver og ein tefur ferð strætisvagns um tuttugu sekúndur. Spurður um aðra kosti, svo sem rafbíla, segir hann enn sem komið er best að miða við hybrid-tækni. fréttablaðið/stefán Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það" ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrirtækið þá þurft allt að 350 milljónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta," segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætisvagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildarrekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir," segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjarlægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu," segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindranir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýrari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verðmunurinn næst aftur með eldsneytissparnaðinum." Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig.- kóþ Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það" ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrirtækið þá þurft allt að 350 milljónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta," segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætisvagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildarrekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir," segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjarlægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu," segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindranir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýrari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verðmunurinn næst aftur með eldsneytissparnaðinum." Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig.- kóþ
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira