Körfubolti

Höttur fékk bikarinn afhentan | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höttur verður meðal þátttökuliða í Domino's deild karla tímabilið 2015-16.
Höttur verður meðal þátttökuliða í Domino's deild karla tímabilið 2015-16. mynd/jónas h. ottósson
Lokaumferðin í 1. deild karla í körfubolta fór fram í gær, en þar skýrðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni um sæti í Domino's deildinni að ári.

Höttur var þegar búinn að tryggja sér sigur í 1. deildinni og því skiptu engu þótt Hattarmenn töpuðu með 15 stigum fyrir ÍA í gær, 99-84. Höttur vann 16 af 21 leik sínum í vetur og fékk 32 stig, fjórum stigum meira en Hamar sem endaði í 2. sæti.

Skagamenn enduðu í 5. sæti deildarinnar og mæta Hamri í úrslitakeppninni. Í hinni viðureigninni mætast FSu og Valur. Úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn en vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í úrslitin. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki í úrslitunum fylgir svo Hetti upp í Domino's deildina.

Hattarmenn geta hins vegar tekið lífinu með ró og látið sig hlakka til komandi tímabils þegar þeir verða með í deild þeirra bestu í fyrsta sinn síðan veturinn 2005-2006, sem er jafnframt eina tímabil Hattar í efstu deild. Þá vann liðið aðeins þrjá leiki og féll aftur niður í 1. deild.

Myndir frá bikarafhendingunni í gær má sjá hér að ofan og neðan.

Hattarmenn unnu 16 af 21 leik sínum í vetur.mynd/jónas h. ottósson
Hattarmenn gátu leyft sér að fagna þrátt fyrir tap gegn ÍA í gær.mynd/ jónas h. ottósson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×