Viðskipti innlent

Hótelin í Reykjavík meðal þeirra dýrustu í Evrópu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Miðbær Reykjavíkur.
Miðbær Reykjavíkur. Vísir/GVA
Meðalverð á gistingu í tveggja manna herbergi í eina nótt í Reykjavík er með því dýrara í Evrópu. Aðeins er hærra meðalverð í Monte Carlo í Mónakó og Genf í Sviss.

Þetta kemur fram á vefnum Turisti.is þar sem greint er frá verðkönnun fyrirtækisins Trivago sem ber saman leitarniðurstöður á meira en 200 hótelbókunarsíðum.

Gestir reykvískra hótela í desember hafa að jafnaði borgar tæpar 23 þúsund krónur að meðaltali fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt. Þetta er um þrjú þúsund krónum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt

Fyrirtækið birti í vikunni lista yfir hótelverð í desember í 50 evrópskum borgum en þar var Reykjavík ekki á meðal. Beindi Túristi fyrirspurn til Trivago um meðalverð í Reykjavík.Samkvæmt svari fyrirtækisins var meðalverðið í íslensku höfuðborginni 22.895 krónur sem er hærra en í öllum hinum borgunum að undanskildum Monte Carlo í Mónakó og Genf í Sviss.

Í svari Trivago til Túrista kemur jafnframt fram að meðalverð á tveggja manna herbergi í Reykjavík hefur hækkað um nærri fimmtung í verði frá desember 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×