Innlent

Hótel með 64 herbergi nærri Óseyrarbrú

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nýtt hótel á að rísa á sjávarkambinum nærri Ölfusá, á góðum stað fyrir norðurljósaskoðun.
Nýtt hótel á að rísa á sjávarkambinum nærri Ölfusá, á góðum stað fyrir norðurljósaskoðun. Fréttablaðið/Rósa
Fyrirtækið Makron hefur áform um byggingu nýs hótels við hliðina á veitingastaðnum Hafinu bláa nærri Óseyrarbrú.

Samkvæmt því sem kynnt var fyrir skipulagsnefnd Ölfuss á að reisa hótel með 64 herbergjum og veitingaaðstöðu á Óseyrartanga vestan við Hafið bláa.

„Byggingin mun ekki skerða aðgengi almennings að fjörunni. Fyrirhuguð bygging er lágreist, þannig að hún falli vel að landi og verður í dökkum lit,“ segir í fundargerð skipulagsnefndarinnar sem kveður hugmyndina falla vel að stefnu sveitarfélagsins um að efla ferðaþjónustu:

„Svæðið hefur aðdráttarafl vegna nálægðar við sjó og útsýnis til hafs og á fjallahringinn til austurs, norðurs og vesturs. Staðurinn er mjög góður fyrir norðurljósaskoðun, ljós frá þéttbýli hafa ekki truflandi áhrif.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×