H÷rpugestir krefjast ■ess a­ sami­ ver­i strax

 
Innlent
19:48 18. NËVEMBER 2014

Fjölmennur samstöðufundur til stuðnings tónlistarkennurum var haldinn í Norðurljósasal Hörpu í dag. Í ályktun sem fundargestir samþykktu er þess krafist að sveitarfélögin semji strax um betri kjör tónlistarkennara, svo þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa.

Verkfall Félags tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í mánuð. Næsti fundur í samningaviðræðum hefur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Ályktunin sem samþykkt var á fundinum er birt hér fyrir neðan í heild sinni.

Sú mikla gróska sem einkennt hefur tónlistarlíf hér á landi undanfarna áratugi er ekki sjálfsprottin heldur á hún rætur í því metnaðarfulla starfi sem fram fer daglega í tónlistarskólum landsins. Starfi tónlistarskóla er nú stefnt í hættu af kjörnum fulltrúum sem á annan áratug hafa setið aðgerðarlausir á meðan kjör tónlistarkennara hafa smám saman dregist aftur úr kjörum sambærilegra hópa.

Nú fara tónlistarkennarar fram með þá sanngjörnu kröfu að störf þeirra verði metin til jafns á við aðra kennara og að laun þeirra verði leiðrétt. Þeirri kröfu hefur fram að þessu verið svarað með skeytingarleysi og hrópandi þögn þrátt fyrir að tónlistarkennarar hafi nú verið í verkfalli í fjórar vikur og nám tónlistarnemenda beðið mikinn skaða.

Sveitarstjórnarmenn stæra sig á tyllidögum af blómlegu menningarlífi. En með hverjum deginum sem líður án þess að samið sé við tónlistarkennara sést að orð þeirra eru innantóm.

Mál er að linni. Við krefjumst þess að samið verið strax við tónlistarkennara svo að þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / H÷rpugestir krefjast ■ess a­ sami­ ver­i strax
Fara efst