Höldum hagkerfinu gangandi Hörður Harðarson skrifar 18. desember 2014 07:00 Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Talsmenn verslunarinnar í landinu hafa að undanförnu beitt sér mjög gegn íslenskum landbúnaði í opinberri umræðu. Sætir furðu hversu óvægin sú herferð hefur verið. Þannig kom Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði að það eina sem skipti almenning máli þegar kemur að innkaupum væri vöruverð. Gæði, hollusta eða heilnæmi virtust engu máli skipta. Bætti hann svo við að ef innlendir aðilar gætu ekki keppt við verð sem erlendir aðilar bjóða þá væri allt eins gott fyrir þá að hætta sínum rekstri. Hvaða starfsemi yrði eiginlega eftir hér landi ef Ólafi yrði að ósk sinni? Ekki er langt síðan Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu fyrir átakinu Það borgar sig að versla á Íslandi. Í kynningarefni þess segir meðal annars: „Þegar þú velur verslun og þjónustu á Íslandi heldurðu hagkerfinu gangandi.“ En það gæti einnig verið freistandi að setjast niður eina kvöldstund við tölvuna og kaupa allar jólagjafirnar í kínverskum netverslunum fyrir brot af því verði sem sambærilegar vörur kosta í verslun á Íslandi. Breytir engu þó þær vörur gætu reynst falsaðar eða óvandaðar ef við hugsum eingöngu út frá verði eins og Ólafur gerir. Fróðlegt er að spyrja: Hvernig tæki verslunin því ef samtök bænda færu í herferð fyrir því að verslað yrði eingöngu við netverslanir sem bjóða lægstu verðin? Engum samtökum myndi detta í huga að leggjast í svo lágkúrulega herferð. Við svínabændur tökum nefnilega undir þennan málflutning SVÞ um mikilvægi þess að versla við innlenda verslun og það má auðveldlega heimfæra hann upp á okkar búskap. Innlend verslun skapar fjölda starfa og afleidd umsvif sem kemur okkur öllum til góða. Það kæmi ekki almenningi til góða ef verslun flosnaði upp í stórum stíl vegna flóðbylgju af ódýrum varningi að utan. Hið sama á við um landbúnað. Með því að kaupa innlendar landbúnaðarafurðir getur almenningur gengið að því sem vísu að um hágæða vöru sé að ræða enda starfa íslensk svínabú í samræmi við eina framsæknustu löggjöf í heiminum á sviði matvælaframleiðslu og dýravelferðar auk þess sem notkun sýklalyfja við eldið hér á landi er með því minnsta sem gerist. Þá sköpum við bændur mikinn fjölda beinna og afleiddra starfa með starfsemi okkar. Einnig væri nær fyrir Samtök atvinnurekanda að fara í herferð gegn þeim framleiðendum sem blanda erlendu og innlendu hráefni saman en gæta þess að fela vel eða segja ekki frá á umbúðum hvers kyns er. Öllu máli skiptir að hér á landi þrífist fjölbreytt atvinnustarfsemi, landbúnaður, verslun eða eitthvað annað. Með því að velja íslenskt höldum við hagkerfinu gangandi og tryggjum störf.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar