Erlent

Hófu skothríð á skemmtistað í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppfært 11:30

Minnst einn er látinn og fjórtán særðir etir að minnst tveir árásarmenn hófu skothríð á skemmtistað í Cincinnati í Ohio í morgun. Nokkrir af hinum særðu eru í alvarlegu ástandi og árásarmennirnir ganga enn lausir.

Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða.

Samkvæmt héraðsmiðlinum Wlwt voru hundruð ungmenna á skemmtistaðnum þegar árásin átti sér stað, en ástæða hennar liggur ekki fyrir. Flestir flúðu af vettvangi og voru einhverjir sem fóru sjálfir á sjúkrahús með skotsár.

Því á lögreglan erfitt með að finna vitni að skothríðinni. Þá hafa vitni ekki viljað segja lögreglunni hvað þau sáu.

AP fréttaveitan segir frá því að nokkrir lögregluþjónar hafi unnið við öryggisgæslu á skemmtistaðnum. Þeir reyndu endurlífgunartilraunir á þeim sem lét lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×