Erlent

Höfða mál gegn læknum sem meðhöndla samkynhneigð sem sjúkdóm

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/AFP
Dómstóll í Kína mun á næstu dögum taka til meðferðar fyrsta dómsmál sinnar tegundar í landinu gegn lækningastofu sem býður upp á meðferð til að leiðrétta samkynhneigð. Vonast er til að starfsemi slíkra stofa verði dæmd ólögleg. Sagt er frá þessu á vef BBC.

Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra í Kína vonast nú til að ná mikilvægum áfanga í baráttunni fyrir því að hætt verði að meðhöndla samkynhneigð sem sjúkdóm. Sú barátta á sér langa sögu, en samkynhneigð var meðhöndluð sem geðsjúkdómur í Kína allt til ársins 2001. Eftir sem áður hefur verið löglegt að bjóða upp á slíkar meðferðir. Þeir sem leita sér slíkrar meðferðar eru oftast meðhöndlaðir með því að veita þeim raflost eða þá að þeir eru sprautaðir með lyfjum sem vekja ógleði og vanlíðan.

Ákveðinn áfangi náðist þegar kínversk yfirvöld heimiluðu höfðun dómsmála þar sem látið er reyna á lögmæti slíkra meðferða. Vonir standa til þess að niðurstaða dómsmálsins verði á þá leið að allar meðferðir til leiðréttingar á samkynhneigð verði bannaðar og kveðið verði skýrt á um að samkynhneigð sé ekki sjúkdómur sem sé hægt að meðhöndla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×