Enski boltinn

Hodgson sendi stjórum liðanna bréf

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Roy Hodgson
Roy Hodgson Vísir/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu sendi öllum 20 knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar bréf í vikunni. Í bréfinu óskaði Hodgson eftir því að ensku leikmennirnir í liðunum fengju aukna hvíld þegar úrvalsdeildin klárast.

Sífellt algengara er að lið spili æfingarleiki þegar tímabilið klárast og eru allaveganna tveir á dagskránni þetta árið. Liverpool mætir Shamrock Rovers í Dublin 14. maí og í sömu viku leikur Tottenham góðgerðarleik til heiðurs Ledley King, fyrrverandi leikmann liðsins.

Hodgson hefur áhyggjur af því að leikmenn enska liðsins verði þreyttir þegar Heimsmeistaramótið hefst í júní. Fabio Capello, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins kvartaði fyrir Heimsmeistaramótið 2010 undan þreytu leikmanna eftir langt og strangt tímabil.

Ljóst er að Jay Rodriguez og Theo Walcott verða ekki með enska liðinu en Daniel Sturridge, Jack Wilshere og Kyle Walker hafa allir glímt við álagsmeiðsl undanfarið. Enska liðið hittist 19. maí næstkomandi og hefur undirbúning.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×