Hlutdrægni Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 24. júlí 2013 07:00 Að undanförnu hefur María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífsskoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleiðingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vandlega gætt að skoðanir þeirra falli að skoðunum blaðamannsins á málinu. Hafi viðmælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmælandanum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl, hafði blaðamaðurinn tiltekin orð eftir framkvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmdastýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmdastýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinarhöfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í samtali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrirsögn fréttarinnar var „Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undirfyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertssonar, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefðbundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir formanni borgarráðs að hann dragi starfsleyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgarráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur María Lilja Þrastardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað hverja fréttina á fætur annarri um veitingahúsin Vip Club og Crystal. Blaðamaðurinn er harður femínisti og talskona Druslugöngunnar, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að lífsskoðanir blaðamannsins virðast þvælast fyrir henni í vinnunni með þeim afleiðingum að blaðamanninum er ómögulegt að nálgast viðfangsefnið af hlutlægni. Af fréttum Fréttablaðsins er ljóst að allir viðmælendur blaðamannsins hafa verið valdir af kostgæfni og þess vandlega gætt að skoðanir þeirra falli að skoðunum blaðamannsins á málinu. Hafi viðmælandinn ekki kveðið nægilega fast að orði þá virðist blaðamaðurinn heldur ekki víla það fyrir sér að færa orð hans í stílinn eða hafa eitthvað eftir viðmælandanum sem viðkomandi kannast síðar ekki við að hafa sagt. Rangt haft eftir Í Fréttablaðinu, 19. júlí sl, hafði blaðamaðurinn tiltekin orð eftir framkvæmdastýru vændisathvarfsins sem framkvæmdastýran neitaði síðar að hafa viðhaft, sbr. bréf lögmanns framkvæmdastýrunnar, dags. 22. júlí sl., til greinarhöfundar, þar sem lögmaðurinn segir að umbjóðandi hans hafi aldrei fullyrt í samtali við blaðamanninn að vændisstarfsemi eða mansal væri stundað á umræddum kampavínsklúbbum og að ummælin séu ekki rétt höfð eftir umbjóðanda hans. Í Fréttablaðinu, 23. júlí sl., birtist síðan enn ein fréttin eftir blaðamanninn. Fyrirsögn fréttarinnar var „Formaður borgarráðs dregur starfsleyfi í efa“ og undirfyrirsögn „Formaður borgarráðs segir að klúbbarnir sem um ræðir hafi ekki leyfi fyrir starfseminni sem þeir reki“. Í fréttinni er síðan vitnað beint í Dag B. Eggertssonar, formann borgarráðs, sem upplýsti að klúbbarnir hafi sótt um hefðbundið vínveitingaleyfi enda séu engin sérstök vínveitingaleyfi gefin út lengur, þ.e. leyfi fyrir annarri starfsemi en barrekstri. Hvergi í fréttinni er haft eftir formanni borgarráðs að hann dragi starfsleyfi framangreindra staða í efa. Hvað þá heldur að veitingahúsin sem um ræðir hafi ekki tilskilin rekstrarleyfi. Fyrirsögn og undirfyrirsögn fréttarinnar sem blaðamaðurinn lætur líta út fyrir að séu hafðar beint eftir formanni borgarráðs virðast því ekki frá honum komnar. Það er einlæg von mín að blaðamaðurinn hætti að láta eigin lífsskoðanir byrgja sér sýn í starfi sínu sem blaðamaður. Lesendur Fréttablaðsins eiga það skilið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun