Erlent

Hleypa íbúum Aleppo í gegnum umsátrið

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórnarhermenn nærri Alepp.
Stjórnarhermenn nærri Alepp. Vísir/EPA
Stjórnarherinn í Sýrlandi og bandamenn þeirra í Rússlandi hafa lokað öllum leiðum að borginni Aleppo og sitja um hana. Talið er að þar haldi um 300 þúsund manns til. Þrjár leiðir verða opnaðar frá borginni, svo íbúar geti yfirgefið hana. Þar að auki verður fjórða leiðin opnuð fyrir uppreisnarmenn sem ætlar sér að gefast upp.

Stjórnarherinn hefur heitið uppreisnarmönnum sem leggja niður vopn innan þriggja mánaða sakaruppgjöf.

Sameinuðu þjóðirnar höfðu varað við ástandinu í borginni og var búist við því að matvæli myndu klárast eftir um tvær vikur.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að skýli fyrir íbúa verði sett upp fyrir utan borgina og að þau muni fá mat og lyf.

Aleppo var stærsta borg Sýrlands og er eitt helsta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hernám borgarinnar væri mikill sigur fyrir stjórnarher Bashar al-Assad og Rússa.

Harðir bardagar hafa geysað í Aleppo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×