Lífið

Hlaupari negldur niður af dádýri í miðju hlaupi

Anton Egilsson skrifar
Dádýrið kom á fleygiferð.
Dádýrið kom á fleygiferð. Skjáskot úr myndbandinu
Hlaupari að nafni Justin DeLuzio tók fyrr í mánuðinum þátt í hlaupi sem mun eflaust seint renna honum úr minni.  Í miðju hlaupi lenti hann nefnilega í því óheppilega atviki að vera hlaupinn niður af dádýri á harðaspretti.

Atvikið sem sjá má í myndskeiði að neðan átti sér stað í háskólahlaupi en um var að ræða utanvegahlaup. DeLuzio hleypur fyrir Gwynedd Mercy University þar sem hann er á lokaári og var hlaup þetta hans síðasta fyrir hönd skólans.

Lét ekki deigan síga

Í viðtali við Fox Sports sagði DeLuzio að hann hafi verið tvístígandi um hvort hann ætti að halda áfram keppni eftir áreksturinn mikla við dádýrið. Honum langaði til að klára hlaupið þar sem að það var hans seinasta en hann var þó ekki viss um að hann gæti það enda sárkvalinn eftir höggið.

Annar hlaupari við sama skóla tók sig þá til og veitti DeLuzio hjálparhönd og fór svo að hann komst alla leið í mark.

„Ég er mjög heppinn, þetta hefði getað endað svo miklu verr.” Sagði DeLuzio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×