Innlent

Hjúkrunar­fræði­nemar ætla ekki að ganga í störf hjúkrunar­fræðinga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins.
Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Vísir/Vilhelm
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri styðja hjúkrunarfræðinga í verkfallsaðgerðum og munu ekki ganga inn í þeirra störf á meðan verkfalli stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nemunum.

Þar hvetja hjúkrunarfræðinemar ríkið til að verða við eðlilegum kröfum um laun í samræmi við menntun og ábyrgð og útrýma kynbundnum launamun. „Ef halda á í ný útskrifaða hjúkrunarfræðinga verða starfskjör að vera samkeppnishæf við nágrannalönd og stéttir með sambærilega menntun,“ segir í tilkynningunni.

Hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli vegna kjaradeilna við ríkið. Viðræðunum var slitið í lok vikunnar og hafa samningar á almennum vinnumarkaði ekki þokað deilunni áfram.

Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×